Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 11
IÐUNN Helgafell. 109 roðaÖ síðdegissól. í suðoestri ber Biarnarhafnarfjall tign- arlegt við sjóndeildarhring. Hugur hans reikar til löngu liðinna tíða. Umhverfið er breytt. Það er skammdegi. Vigrafjörður er ísi laggður, og lausasnjór hefir fallið á ísinn. Úr Þingskálanesi fara sex vopnaðir menn og stefna inn Vigrafjörð beina leið til Helgafells. Innan úr fjarð- arbotni kemur átta manna flokkur og fer greitt. Fund- um ber saman við sker eitt, sem stendur upp úr ísnum. Þar búast hinir fámennari til varnar. Áður en flokkum lýstur saman, hafa þeir skotið spjóti í lið andstæðinga sinna og sært einn þeirra til ólífis. Hann gengur innar á ísinn, leggst þar niður og sveipar að sér klæðum sín- um. Mjöllin kringum hann verður smám saman öll blóði drifin. Hann reynir að fylgjast með bardaganum við skerið. En hann finnur sig hvergi nærri færan til að veita fé- lögum sínum lið. Þess er heldur engin þörf. Brátt hafa þeir laggt að velli alla andstæðinga sína. Nú ganga þeir til hans, lyfta honum gætilega upp og flytja hann með sér til skipsins, sem bíður þeirra í Hofstaðavogi. En í skerinu, þar sem fundum bar saman, liggja fimm menn, óvígir af sárum og sá sjötti örendur. Enginn hinna særðu mælir æðruorð. Slíkt sæmir ekki hetjum. Skammdegishúmið færist yfir héraðið. Mennirnir í sker- inu vænta dauða síns. Þá heyrist alt í einu til manna- ferða á ísnum. Níu manna flokkur kemur skundandi frá Helgafelli. Það er Snorri goði og félagar hans, sem hafa fengið njósn af bardaganum og hraða sér til hjálpar. — — — — Létt næturhúm grúfir yfir Helgafellsstað. Það er síðsumar. Héraðið blundar í værum dvala. Þá opnast bæjarhúsin. Tvær konur ganga út. Onnur þeirra er hnigin á efra aldur; hin er enn kornung. Þær

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.