Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 13
IÐUNN Helgafell. 111 heiftarblóði. Og enn þá mun andi hins heiðna landnáms- manns, sem í öndverðu gaf þér nafn, um langan aldur svífa yfir þér. Á ókomnum tímum munt þú ásamt sög- um vorum bera vitni þeirri bjargföstu trú, sem tíu aldir hafa ekki megnað að afmá með öllu. Sigurður Skúlason. Gráni. Eg var þá hjá Einari. — Einar var útgerðarmaður og fisk-kaupmaður, þá um fertugt, stór maður og stæði- legur. Fámálugur og skifti ekki oft skapi. Eg var þá unglingur innan við tvítugt. Þótti Einar borga lítið kaup og vera þurdrumbur í viðmóti. Seinna sá ég hver mað- ur Einar var, og mikið lærði ég af honum, sem ætíð kom að góðu haldi síðar í lífinu. — Einar átti hest, er Gráni hét. Hesturinn var stólpa- gripur og hafði verið afbragðs reiðhestur, viljugur og gallalaus og eftir því fallegur. Nú var hann orðinn gamall og farinn að bila í fótum og fyrir brjósti. Einar reið honum þó, þá um sumarið, en varð fáurn sam- ferða, fór hægt. Hafði hann mig þá oft með sér, leigði handa mér einhverja truntu; þó þótti mér gaman að vera með honum. Lítið talaði Einar á þessum ferðalög- um. En æfinlega þegar hann hann var búinn að taka hnakkinn af Grána, sagði hann: »Gráni minn, ósköp ertu nú orðinn gamall, aumingja karlinn*. Það var auð-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.