Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 14
112 Gráni. IÐUNN heyrt, eða réttara sagt, auðfundið á öllu, að Gráni átti ekki að lifa fleiri veturna. Einu sinni frétti ég, þá um sumarið, að ljómandi góður reiðhestur, 7 vetra gamall, væri til sölu. Eg sagði Einari frá þessu. »Mér datt í hug að segja yður frá því«, sagði ég, »að sá rauði frá Móum kvað fást keypíur«. »t>ú getur keypt hann«, sagði Einar og leit ekki upp úr bókum sínum, »ef þú vilt fara að monta þig með reiðhest«. Einar var heldur stuttur í spuna og óþjáll. Svo kom haustið. Og það var nokkuð seint í september. Það var heldur rosatíð. Einar hafði tekið Grána á gjöf, óvenju-snemma. Þá var það, að barið var að dyrum á skrifstofunni, og inn kom maður einn, mikill og luralegur. Þektum við að þar var kominn Brandur úr Koti, suður með sjó. Tvent hafði Brandur til síns ágætis og var frægur af hvortveggju: hann var skytta mikil og hrossaketsæta. Fátækur var hann, og var Einar honum góður. En kunningsskapur þeirra var þannig til kominn, að þeir voru báðir úr sömu sveit og höfðu þekst er þeir voru unglingar, en Brandur var þó talsvert eldri. »Fáðu þér sæti Brandur bóndi«, sagði Einar. Brandur settist, tók í nefið og fekk Einari pontuna. »Eg er kominn að tala um þetta, sem þú talaðir um við mig í sumar«, sagði Brandur. »]ú«, svaraði Einar, »ekki stóð á því«. »Ég hefi kannske komið of fljótt«, sagði Brandur, »blessaður vertu, þá get ég farið og komið aftur seinna, eftir þinni hentisemi«. Það var að heyra að Einar hefði ekki tekið eftir þessum orðum. Hann sagði: »Ég treysti þér til að gera

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.