Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 17
IÐUNN Gráni. 11S einnig upp og fór út úr bifreiðinni. En Einar sat eins og höggdofa og starði niður að sjónum, mælti ekki orð. Loks var eins og hann áttaði sig, hann stökk upp, út úr bifreiðinni og á sprett niður að sjó. — Þá varð mér fyrst litið þangað. Þar voru þangfjörur endalausar um fjöruna, og þar kom maður og teymdi gráan hest. Og á hestinum voru stór hrip, full af þangi. Það var Brandur og Gráni. Eg stökk nú út úr bifreiðinni og hljóp á eftir Einari. A leiðinni, þennan stutta spöl, var ég að reyna að hugsa um það, sem ske mundi næstu mínúturnar. Eg þekti Einar nokkuð, en ég hafði aldrei séð hann reiðast. En sögur hafði ég heyrt um það, að hann hafði reiðst, og það illa — afskaplega illa. Það skifti ekki mörgum togum, en þegar ég kom aðf lá Brandur upp í loft í grjótinu og Einar ofan á hon- um. Gráni stóð gleiður undir drápsklyfjunum og horfði á, og, ég segi það alveg satt, mér sýndist klárinn glotta. Einar hélt báðum höndum um hálsinn á Brandi og ruddi úr sér skömmunum. Hann var eldrauður í fram- an, en Brandur blár. Ég þreif í axlirnar á Einari, en það var eins og að taka í jarðfastan stein. Loks datt mér ráð í hug. »Einar, Einar«, hrópaði ég, »sjáið þér ekki, Gráni er lifandi«. Einar slepti nú tökunum, og reis hægt upp. Brandur náði andanum, og ég held að fyrsta orðið, sem hann kom upp, hafi ekki verið þakklæti til forsjónarinnar fyrir frelsunina. »]á, Gráni er lifandi*, sagði Einar, eins og hann væri að átta sig á einhverju. »Já, hann er lifandi, lifandi«. Svo sagði hann: »Komdu og taktu ofan með mér Þórir, þessa bölvaða klápa«. Ég gat ekki tekið ofan, en Einar gerði það þeim mun betur. Fyrst tók hann annað

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.