Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 21
ÍÐUNN ]ónsmessunótt. 119 Ó, guð minn, — að skammdegisbvljirnir brevttust í bjartar og þögular ]ónsmessunætur! Ó, guð minn, — að kraftur hins lifanda lífs oss lyfti’ yfir kuldans og myrkursins þraut! — Að stunurnar breyttust í hátíðahljóma og haustfölvans svipir í júní-skraut! Ó, heilaga nótt! Við þitt hlið vil ég deyja og hverfa inn í Ieyndardóm elskenda þinna! — Eg hræðist ei dauðann, ef Ijómi þinn lifir í ljósbrotum síðustu táranna minna. Þér skuluð ei gráta hinn glataða son, því gröfin var aldrei hin sárasta neyð. — Sæll, hver sá, er finnur í fyllingu tímans hið fegursta á jörðu — og deyr um leið. Rúm og tími. III. Sköpunarmagnið og gagnsæi rúmsins. Útþrá. Eigi ber það sjaldan við, að hugur vor heill- ist af tign og mikilleik ómælisgeimsins og hefji leit um það regindjúp, sem umlykur oss á alla vegu og þrýtur hvergi. Þá er því líkast sem hugur vor þeysist hindrun- arlaust um óravegu. Vér sjáum jörð vora hverfa að baki oss. Sól vor dofnar og verður að stjörnu, er hverfur oss skjótt. Útlit himins breytist óðum. Nýjar stjörnur koma fram, sem lýsast og skýrast og breytast í sólir, en hverfa jafnskjótt í himinauðnina. — Förinni miðar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.