Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 22
120 Rúm og tími. IÐUNN hrati fram, og oss ber út úr stjörnuhóp þeim, sem vér búum í — út úr því ríki meðal stjarnanna. Herskari sólna rennur þá saman í silfurlitt ský að baki oss, en hverfur oss síðan. Nýir herskarar glitrandi stjarna blasa við oss, líkt og dögg við uppkomu sólar, en hverfa í vetfangi einnig sömu leið. Loks ber oss alt til endi- marka sólnasveips þess, er Vetrarbraut heitir. Stjarna- mergð hennar fjarlægist einnig og rennur saman í silf- urlita slæðu, líkt og örlitlir úðadropar renna saman í ský á himni. Enn er þó eigi komið á heimsenda. Fram- undan gín við regindjúp það, sem aðskilur sjálfar vetr- arbrautirnar. Hugur vor leitar þangað út, en staðnæmist loks er þekking vor þrýtur og ímyndun vor má sín eigi meir. Sundlar þá hug vorn og missir hann flug sitt, en eftir er að eins í vitund vorri tilfinning sú: að rúmið sé endalaust og óviðráðanlegt mannlegri hugsun og sköp- unarmagnið ef til vill eins. Ef til vill eru því takmörk sett í alheimsvíddinni, en ef til vill f\>llir það rúmið út — takmarkalaust í allar áttir. Andstæðar skoðanir. Öldum saman hafa menn þreytt höfuð sín og leitast við að leysa úr þessu. Skáldið mælir svo: „Flýta vil eg ferðum fyrir auðri strönd, fara vii eg þangað, að hinum mihla ekkert sem ríkir og óskapnaður og akkerum varpa merkisteini skapaðra hluta við skaut alhimins". Eitt er til af tvennu: Annaðhvort eru sólnakerfin tak- mörkuð að tölu og umlukt endalausu djúpi auðnar og myrkurs, eða þau eru ótakmörkuð að tölu og lýsa upp óendanlegan himingeim. Annaðhvort er sköpunarverkið sem eyjaklasi á einum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.