Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 30
128 Rúm og tími. IÐUNN eru að líkindum efniviður í nýjar veraldir. Er nú flest, er hér að lýtur, ágiskanir einar, sem kunna að þoka fyrir öðrum ágiskunum, er síðar koma og líklegri þykja. Mistur í nánd við oss. Alkunnugt er, að sól er björtust í hálofti, en rauðleitari við sjávarflöt. Kemur þetta til af því, að skemst er út úr lofthafi jarðar í geislastefnu frá miðdepli hennar, en leiðin verður því lengri gegn um gufuhvolfið, sem stefnan frá yfirborði jarðar og út í geiminn, hallast meir og nálgast sjávarflöt. Auk þess er mistur mest og loftið þéttast við jörðu niðri. Þetta veldur roða og Ijósbroti sólargeislans — að sama skapi meir sem sól er lægra á lofti og geisli hennar fer lengri veg um loft og mistur. Samkvæmt þessu má því af lit ljóssins frá stjörnunum verða nokkurs vísari um gagnsæi rúmsins og rannsaka menn nú þau efni víða um lönd. Edward King, prófessor við Harward háskóla í Ame- ríku, hefir nú birt ályktanir dregnar af rannsóknum þeim, er að þessu lúta. Ályktar hann að í nánd við sól vora, og á að giska 100 ljósár út í rúmið, sé móða nokkur en afargisin sem vænta má — ef til vill ein ósýnileg rykögn á hverjum teningsmyríametra. Ályktun sína dregur hann af því, að stjörnurnar roðna yfirleitt þuí meir sem þær sveima utar í rúminu — alt út að þess- um mörkum, en síðan ekki meir, þó fjarlægð vaxi, eins og rúmið sé þar fyrir utan fyllilega gagnsætt og tært. Hliðstætt dæmi bendir hann á í nánd við Sjöstirnið. Það er stór hópur stjarna, en gisin móða eða eimþoka fyllir rúmið á milli stjarnanna og umhverfis hópinn allan. Móða þessi ber eigi birtu af sjálfri sér, heldur af endur- skini Ijóss frá sólum Sjöstirnisins. King ályktar því, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.