Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 35
IÐUNN 3379 dagar úr lífi mínu. 133 surrealisti og einnig dálítið klassiskur, — alt þetta var ég. Bæklingur minn var hæðnisþrungin uppreisn gegn kynferðisvoli síðustu ljóðskálda vorra. Lotningu þjóðar minnar fyrir fjósamenningu feðranna féllu ekki ljóð mín vel í geð. Göfug hefðarkvendi hræktu á hina hreimfögru Hrafna mína frammi fyrir augliti bjartra daga. En í fylgsnum munúðugra kvöldskugga lásu þær þá og lærðu með sætum unaði. Og um draum- fagrar nætur varðveittu þær viðbjóðinn undir koddanum sínum, hreinum og flekklausum, eins og þær voru sjálfar. Þannig er mannleg náttúra. Hvítir hrafnar voru hættulaus bók. Hún fjallaði að eins um ástir, hjörtu og óæta hjáguði lengst uppi í himnunum. En hún kom hvergi nærri hinum eina sanna guði, maga landa minna. Á þeim árum voru íslendingar svo saklausrar náttúru, að þeir voru ekki farnir að átta sig á sambandinu milli hjáguðsins í himninum og hluta- bréfanna. Þess vegna hélt ég áfram að vera loflegur kennari næstu tvö árin. En litlu fyrir hátíð barnanna 1924 birti ég aðra bók af ofurlítið annari gerð en Hvíta hrafna. Hana kallaði ég Bréf til Láru. Hún var sendibréf til guðhræddrar konu á norðurströnd íslands. Bréf til Láru flutti æfi- sögubrot, heimspekilegar kenningar, gagnrýningu á kirkj- unni og trúarbragðafræðslu klerkanna, ádeilur á þjóð- félagsástandið, pólitískar prédikanir, smásögur og kvæði. Þessi bók mín vakti allmikinn storm hér í landi. Margir dáðust að henni. Allir hrósuðu »stílnum«. En flestir reiddust og báðu guð fyrir eignum sínum og hrópuðu, að höfundurinn væri hættulegur maður fyrir þjóðfélags- skipulagið. Sárast féll fólki þó siðleysi bókarinnar! (Sann- leikurinn er sá, að ég er móralskasti rithöfundur, sem nú skrifar íslenzka tungu.) Bréf til Láru þaut á vængj- löunn XM 9

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.