Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 46
144 Alþýðan og bækurnar. IÐUNN Flest hið bezta, sem ritað hefir verið á íslenzku, er ekki ritað af sérfræðingum, heldur »leikmönnum« í hverri grein. Ekki voru höfundar fornrita okkar »lærðir« sagnfræðingar eða »lærð« skáld. Þeir, sem lærðastir voru í hinum fornu skáldfræðum, orktu andlausast (t. d. Snorri). Það eina, sem til forna var ritað af mönnum, er lærðir voru í sinni grein, eru helgisögur munka, sem enginn les lengur. Alt hið bezta í fornbókmentunum er ritað í hjáverkum af mönnum, sem höfðu öðrum fjar- skildum störfum að sinna mestan hluta æfinnar. Eftir siðskiftin fær lærði stíllinn yfirhönd um stund. Guðfræðingar rita um guðfræði. Flest er það dautt og þjóðinni gleymt. Enn þá lifa sálmarnir, er Hallgrímur Pétursson kvað sér til raunaléttis, og ræður þær, er hinn mikli skapbrigðamaður, ]ón Vídalín, hélt sem refsi- vönd yfir syndum sínum og aldar sinnar (sbr. »reiði- lesturinn« og þjóðsöguna, sem við hann er tengd). Enn þá lifa veraldarljóðin, sem Stefán prestur í Vallanesi orkti, er hann hratt af sér þunga hempunnar stund og stund. Kvæði Jóns Þorlákssonar lifa enn á vörum fólks- ins. Enginn les nú lengur þrautalaust rit Magnúsar Stephensens, sem var lærðastur allra lærðra. Árbækur Esphólins eru ritaðar norður í Skagafirði. Þetta mikla þrekvirki íslenzkrar sagnfræði er ritað af sýslumanni í hjáverkum búskapar og embættisanna. Mannkynssaga Páls Melsteðs er og rituð af lögfræðingi, fátækum og á hrakningi frá einni sýslu til annarar. Þá koma hin mörgu skáld 19. aldar. Flest fátæk og urðu að hafa skáldskapinn í hjáverkum. Bjarni amtmað- ur, Jónas náttúrufræðingur, Jón sýslumaður Thoroddsen, Matthías prestur, Hannes Hafstein sýslumaður og ráð- herra. Allir urðu þeir að verja mestum hluta krafta sinna og tíma til starfa, er liggja fjærri skáldritum þeirra.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.