Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 52
150 Alþýöan og bækurnar. IÐUNN snauð, af því höfundarnir hafa ekki lifað þróttmiklu og fjölbreyttu starfslífi. A sama hátt verður stíll þeirra og ritmál óskýrt, af því það er ekki sótt í hinn lifandi brunn, á varir alþýðunnar, sem talar hreinasta íslenzku. Þeirra heimur er erlendar bækur og gleðilíf Reykjavíkur. Málið er oft kaffihúsa-reykvíkska með erlendri setningaskipun. Eina kiljanska skáldið, sem ritar gott mál og fjörugt, er Þórbergur Þórðarson. Nýtur hann orðasöfnunar sinnar úr alþýðumáli. Allmargar og góðar fræðibækur hafa verið gefnar út á síðari árum. Agúst H. Bjarnason hefir unnið þjóð- nytjaverk með bókum sínum. En raunalega ritar hann oft þreytulega og fjörlaust. Er fræðimönnum, er mikið rita og fátt annað starfa, mjög hætt við slíku. Guðmundur Finnbogason er slæmt dæmi þess, hvernig fræðimenn geta þornað upp og orðið stofulærðir. G. F. ritaði margt skemtilega meðan hann var ungur. En nám hans var dýrt. Alþingi veitti honum fé til þess að hann gæti helgað sig allan ritstörfum. Síðan er eins og hann hafi þrotið andlega frjósemi. Bók hans, »Stjórnarbót«, er stofulærðari en flest annað, sem ritað hefir verið á íslenzka tungu. Þekkingarleysið á mannlífi og þjóðarlund lýsir sér í hverri línu. — Nýlega hóf Þjóðvinafélagið útgáfu alþýðurita. G. F. þýddi Mannfræði. Ef gefa hefði átt út bók til viðvörunar um það, hvernig alþýðubækur mega ekki vera, hefði vel tekist með bók þessa. Þýðingar eru vandaverk. Vel þýdd bók er ekki lengur útlendingur. Góður þýðandi tileinkar sér svo efni þess, er hann þýðir, að það verður hold af hans holdi; les- andinn finnur ekki annað en frumsamið sé á móðurmáli hans. Þannig þýddu þeir Sveinbjörn Egilsson og Stein- grímur Thorsteinsson. Málið á Mannfræði-þýðingu G. F.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.