Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Síða 53
IÐUNN Alþýöan og bækurnar. 151 er þannig, að hver lína bendir á erlendan uppruna. En þó sýnir valið á bókinni betur, hvernig lærðum mönnum getur mistekist, er þeir vilja rita eða þýða fyrir alþýðu. Þar er vitnað í aragrúa fræðimanna og gengið út frá því sjálfsögðu, að alþýðan þekki þá alla. Efnisskipun er líkust því að miðum með fræðiorðaklausum hefði verið hent í pott og hrært í, en síðan væri lesið eftir því, sem tilviljunin rétti hendinni miðana. Eg geri svo tíðrætt um Mannfræðina af því, að miklar vonir voru tengdar við þýðandann, bókin er hin mest mishepnaða tilraun, sem gerð hefir verið, er til að rita alþýðubók á íslenzku. En margar bækur komast nokkuð í áttina. Eins og yngstu skáldin syngja líkt og úti á þekju, vegna þess að þau vilja ekkert annað gera en skálda, eins eru fræðimenn okkar í háska fyrir því, að verða alt of stofulærðir. Þeir lifa ekki lengur með alþýðunni, skilja ekki, margir hverjir, kjör hennar og hugsunarhátt. Þeirra heimur er heimur erlendra bóká. Þess vegna geta þeir boðið alþýðu slíkt andans ómeti sem Mannfræðina. Eg hefi hér að framan bent á það, sem mörgum okkar alþýðumannanna þykir vera að bókmentastarfsemi síðustu ára, en að engu getið margs þess bezta, sem ritað hefir verið. Ekki eru öll skáld kiljönsk, né allir fræðimenn stofulærðir. En bókmentirnar eru í háska, vegna sérfræði- og einhæfniskenninga efnishyggjunnar. Einhæft skáld getur ekki skilið margbreytt mannlíf, né oinhæfur fræðimaður ritað fyrir marglyndan fjölda. Þetta er svo sérstaklega háskalegt af því þjóð okkar er svo smá, að bókmentir okkar geta ekki þrifist, nema allir *e29ist á eitt, þeim til stuðnings. Og um fram alt mega el<ki bókmentir okkar þorna og skorpna upp í tómum lærðum skáldskap og hávísindalegum fræðisyrpum, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.