Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 56
154 Ritsafn Gests Pálssonar. IÐUNN »Tímarit handa íslendingum« flytur ekki nema einn ritdóm um þessa bók og segir, að efnisröðunin sé óvið- kunnanleg. Ritin hefðu átt að vera í réttri tímaröð, kvæðin fyrst, þá blaðagreinar, þá fyrirlestrar, síðan sög- urnar. Alt er þetta þó frá ýmsum tímum! En þetta þurfti einhver að segja. Af þessu getur Þ. G. dálítið lært að gefa út bók. Annars hefir Gestur Pálsson nú hlotið fastan sess í huga þjóðarinnar, besta smásöguskáld Islands, jafnvel besta söguskáldið. Og bólar enn hvergi á hans líka. Sennilega verður þó að bíða enn góða stund eftir þeirri bókmentasögu, skráðri af venjulegum prófessor, sem skipar G. P. á þenna sinn stað. En G. P. lifir alla hlutdræga prófessora. Fólkið sjálft dæmir alla tíð rétt- ast um skáldin sín, þegar nokkuð er liðið frá dauða þeirra. Og í huga þess verður Gestur enn um hríð skáldið á meðal allra skáldanna. Góð sönnun þess er einmitt útgáfa þessarar bókar. Hún var sjálfsagt dýr á Jóns á Vstafelli-vísu. Og upplagið var meira en venju- legt er um skáldrit. Samt seldist hún að mesfu upp fyrir sín fyrstu jól. Flestir ritdómarar fara fremur niðrandi orðum um kvæði G. P. Enda verða það ekki kvæðin, sem halda nafni hans lengst á lofti, af því að sögurnar ber hærra. Samt eru sum kvæðin svo góð, að ritdómarar okkar hafa aldrei komist jafnhátt, eins og t. d. »Betlikerlingin«, »Keisarinn hlær«, »Á Löngulínu«, »Ég skil mig ekki« o. fl. G. P. segir í einum fyrirlestrinum, að Grími Thom- sen hafi verið sáralítið sýnt um að ríma með rétt sett- um stuðlum og höfuðstöfum. Og er það vægilega sagt. En alveg það sama má segja um Gest sjálfan. VíÖa má

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.