Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 60
158 Ritsafn Gests Pálssonar. IÐUNN svo dæmalaus og fyrirlifningin fyrir okkar svo kölluðu »höfðingium« svo takmarkalaus, að í hvert skifti, sem ég tek G. P. til að lesa, hlæ ég og græt ég í einu, og ég verð að hrópa: »0, guðsbarn, hafðu þökk!« Gestur er ekki »með fyndnustu« rifhöfundum, sem skrifað hafa á íslensku, eins og Einar Kvaran segir, heldur langsamlega fyndnastur. Víst er hann beiskur, nístandi napur, bregður jafnvel fyrir mannfyrirlitningu. En er það ekki von? Samt er það himindjúpur kærleikur til mann- anna, sem lang-mest ber á í sögunum. Eg lýt honum með lotning. Eg krýp við bókina hans og les sögurnar hans, eins og ég kraup við fjallalækinn, þegar ég var lítill smali og teyga, teyga. Og ég horfi með þakklæti til himinfjalla íslenskrar náttúru. Og fjöldi íslenskra smala biðja nú guð að blessa þessar lindir. Allur frásagnarmáti á sögum G. P. er svo látlaus, al- þýðlegur, einfaldur og því svo fagur, að lengra hefir enginn komisf, nema þá í >Grasaferðinni«. Það er um efnið, kjarna málsins, sem Gestur hefir meira hugsað en búninginn. Þess vegna er búningurinn svo látlaus og fagur. Lítið á orða eltingaleikinn á Sandi og orðastafl- ana þaðan, með eitt eða tvö fornyrði í hverju lagi, sem glitra svo fagurlega í nordælska sólskininu. Setjið »Til- hugalíf*, »Kærleiksheimilið« eða eitthvað af sögum Gests á sínu einfalda máli við hliðina. Hvort haldið þið að muni standa lengur? — Gestur dó þrjátíu og átta ára gamall. Sigurjón Jónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.