Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 61
IÐUNN Frádráttur. ii. „En hvernig getur Steingrímur Arason leyft sér að segja, að það sé margsannað, að mælingarnar marg- borgi sig?“ 0 Hér 9kal þessari spurningu svarað. I síðasta hefti Iðunnar drap ég á þýðingu mælinganna fyrir afbrota- börnin. Að sálfræðingar, með mikið nám og reynslu að baki, þyki allra manna líklegastir til að finna orsök af- brotanna, og að fyrir aðstoð þeirra megi oft ná að snúa unglingnum frá villu síns vegar, einmitt þegar hann er að stíga fyrstu sporin inn á glæpabrautina. Eg býst ekki við, að margir muni svo gerðir, að þeir telji eftir litla fjárupphæð, sem til þess færi. Hitt er annað mál, að þótt barn, sem ekkert hefir ráðist við fyrir óknyttum, verði fyrirmynd að siðferði, er erfitt að meta breyting- una til fjár. Öðru máli er að gegna um afskifti sálar- fræðinga af skólastarfi barna yfirleitt, og megnið af fénu, sem um ræðir, fer til þess. Auðvelt er að sanna, að upphæðin, sem til þess hefir farið, hefir sum árin gefið af sér yfir 100°/o. Þetta hefir verið sýnt árlega í skólaskýrslunum, svo að ekki hefir orðið móti mælt. Bandaríkjamenn eru fundvísir á nýjungar og fúsir að reyna þær í smáum stíl. Þeir eru og fúsir til að hafna þeim, reynist þær illa, en notfæra þær ella í al- mennings þarfir. Þessi nýjung, að sálarfræðingar séu fengnir til þess að vera ráðunautar við skólana (coun- 1) Stafrétt orð Sigurðar Nordal í 1. hefti Vöku, bls. 62.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.