Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 64
162 Frádráttur. IÐUNN þekkingar. Það er minst búið þegar mælingunni er lokið. Sé þar látið staðar numið, er mælingin að litlu gagni, móts við það, sem mætti verða. Þá vakna ótal spurn- ingar, sem leitast er við að svara með því að vinna úr því, sem fram hefir komið við mælinguna. Það kom fljóit í ljós, að fylgni (correlation) var með skólaframför og afskiftum ráðunauta af skólunum. I sum- um skólum höfðu fimm mælingar farið fram á tíu mánuð- um. Þeir skólar mældust langbezt. Hlutfallsmynd var gerð til að sýna það (sjá Educational Research Bulletin V. bindi, 9. hefti). Framförin var táknuð með súlum, stutt- um þar sem hún var lítil og því hærri, sem hún var meiri. Neðan við hverja súlu var tala mælinga, sem fram höfðu farið á skólaárinu. Fór þar nákvæmlega saman hækkun súlnanna og fjölgun mælinganna. Var síðasta súlan rúmlega þrisvar sinnum hærri en sú fyrsta. Skýrslurnar sýndu með öðrum orðum, að árangur kenslustarfsins í hverjum skóla var því meiri, sem ráðu- nautarnir höfðu meira unnið við hann. Þetta og margt annað hefir sýnt að mælingar vits og þekkingar í skólum margborga sig — meira að segja peningalega. Ahrif þeirra til skynsamlegri kensluaðferða og mannúðlegri meðferðar á börnum verður auðvitað aldrei tölum talin eða virt til fjár. Til dæmis um það, hvernig bæta má kensluaðferðir með vísindalegum rannsóknum, skal hér drepið á rann- sókn viðvíkjandi stafsetningu. Fór hún fram í Los Ange- los árin 1924—5—6. Þegar unnið hafði verið úr mæl- ingunum, voru valdir úr 30 skólar í borginni:1) tíu af 1) Börnin í þéssum sl«5Ium nálguðust mjög meðallag að viti (höfðu um 100 I. Q.). Með aðstoð vitprófa höfðu þau, er voru frábrugðin meðallagi, verið greind frá í sérskóla, er komu ekki til greina við þessa rannsókn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.