Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Page 74
172 Þýðingar úr sænsku. IDUNN Og sorgin svaf í ró í sumargrænum skóg. — Er þrár minn huga þyngja og þýtur regn um tind, ég verð að syngja, syngja minn söng um Rósalind. Svo fljúga ár sem ör og einn er ég í för. Því ykkur satt að segja — mér sæmra væri’ að þegja — ég fór um fold og sjó og fann ’hana aldrei þó. Augu þtn sem eldar glóa. (E. A. Karlfeldt). Augu þín sem eldar glóa og mín sál er fljót að brenna. Farðu burtu fyr en kviknar; fyr en loga öll mín spil. Eðli mitt er eins og fiðla; ótal vísur sofa í strengjum. Og þú getur á þá leikið eins og hug þinn fýsir til. Farðu burtu! — Komdu kæra! Kveiktu í því, sem enn vill loga Fnn er sál mín úti’ í skógum; úti á merkjum hausts og vors. Strengdir eru strengir allir. Strjúktu’ um þá og láttu hljóma

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.