Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 97

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Side 97
IÐUNN Rilsjá. 19S Vísnasafn þefla er að efni lil sem aðrar alþýðuvísur, um nátf- úruna og veðrið, um tilfinningar skáldanna, drauma þeirra og þrár og margar þeirra eru læliifærisstökur, sem hin ýmsu atvili og til- efni hafa eins og lagt á tungu þeirra. Vil ég að endingu nefna þessar stöhur: Oftast var mér vinafátl, var því gjarnt að hrasa. Lengst af hef ég aðeins átt angan tæmdra glasa. Og þessa snjöllu, hástuðluðu vísu: Helgra kenda hörpuspil hjá mér tendrast, glæðist; hugur liendir hæða til hann svo endurfæðist. Vfirleitt er meiri vandi að yrkja stöku, en margur hyggur. Menn gera meiri kröfur til vísna en annara ljóða. En ekki má vænta þess, að einstök vísa feli í sér umfangsmikið skáldverk; en eigi að síður getur góð staka verið ljómandi listaverk, þótt stutt sé. Virðast mér hagyrðingar yrkja minna undir hinum margbreyti- legu rímnaháttum. Er hringhendan einkum að fá yfirhöndina. Til gamans set ég hér tölu bragarháttanna og hve margar vísur eru ortar undir hverjum. Við fljótan lestur reiknaðist mér það svo: Undir ferskeytlu (frumhættinum) eru ortar 127 vísur, hringhendu 162, frumhendu 5, oddhendingu 3, eða undir ferskeytluættinni alls 297 vísur, ganialli langhendingu 15, nýrri langh. 9, skammhendingu 11, nýhendu 14, samhendu 8, gagraviliu og gagraljóðum 3, stiklu- viki 1, og ættleysingi er 1. Af þessum hátlum eru aðeins 2 vísur slétlubönd. Að Iyktum vil ég taka það fram, að þótt ég telji allmikla galla vera á ritinu, þá stendur það eigi að baki Stuðlamálum I., og álít ég ávinning mikinn að vísnasöfnuninni. Ættu kver þessi að kom- ast í sem flestra hendur. Varla mun það einhlítt, að höfundar sendi safnanda ótilkvaddir Ijóð sín. Þekki ég góða hagyrðinga, sem hafa ekki látið þar til sín heyra, en geng hins vegar út frá því, að þeir gerðu það, ef snúið væri sér beint til þeirra. Jóhann Sveinsson frá Flögu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.