Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 18
græÖingur. En með þessu verður ekki langt komizt í
rétta átt.
Það er langbezt, að liorfast í augu við staðreyndina.
Og hún er blátt áfram þessi, livort sem okkur líkar hetur
eða ver: Þótt skömm sé að (hvað sem líður öðrum þjóð-
um), að svo hafi þurft að fara í jafn vel mönnuðu þjóð-
félagi og hér var og er á marga lund, og ekki stærra
en nemur rúmlega 100,000 manns, og án þess að nokkur
örhirgð liafi til þess knúið, þá er staðreyndin sú, að hér
er kominn upp tiltölulega allfjölmennur hópur vændis-
kvenna.
Þeirrar stéttar er stúlkan, sem fram í sat og fyrir-
liði var í bílnum. Hópurinn i aftursætinu var „lærisvein-
ar“ hennar, sumar e. t. v. frá betri foreldrum komnar en
margan grunar. Við fyrri tegundina hygg ég að svo stöddu
ekkert að gera annað en að einangra hana á einhvern
liátt, bæði frá því að breiða út frá sér líkamleg van-
heilindi, kvnsjúkdóma, og þó sérstaklega frá því, sem
enn verra er, að draga að sér lærisveina. Hinar, sem ekki
eru komnar i hreina atvinnu i þessari grein — og ekki
til formlegs lögaldurs — en stefna þangað, verður að
knýja frá götunni með blíðu eða stríðu, og það á að vera
kleift, ef allir viti bornir menn og konur leggjast á eina
sveif. En það verður að vísu aðeins gert með miklum
átökum. Því að það vita allir, sem kunnugir eru, að að-
setur setuliðs getur af sér vandræði, sem erfitt er að stilla
í lióf jafnvel i horgum heimalands þess og þótt það sé
þar Iilutfallslega miklu fámennara en hér er um að ræða,
livað þá heldur í framandi landi.
Menn verða líka að gera sér Ijóst, að úr því að þessi
eltingaleikur við setuliðsmenn, sem sagan hér að framan
er ljóst dæmi um, —- en aðeins eitt af fjölmörgum, því er
miður, — hófst í glaðhirtu maí- og júní-daga og nátta, (og
skylda er að leggja áherzlu á, að allra upptakanna er miklu
meir að leita okkar megin, því að gæfara setulið og óáreitn-
ara hygg ég ekki að fyrir finnist), — þá verða menn að vera
við því húnir, ef ekki er strax að gert, að stórum versni,
320 jörð