Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 44
sama um hið andlega uppeldi þjóðar sinnar, getur ekki
verið sama um hið andlega fóður, sem hún er látin nær-
ast á. Kynórabókmenntir eru óliollar óþroskuðum ung-
lingum, og yfirleitt þær bókmenntir, þar sem stefnt er
mjög lágt í siðferðilegum og andlegum efnum. Ritdóm-
arar og hókmenntafræðingar hafa hér mikið lilutverk að
vinna, verða að vera alvörumenn og mega ekki láta dá-
leiðasl af eintómri orðkyngi. Það er ein tegund efnis-
hyggju, að leggja meira upp úr umbúðum en innihaldi.
Skáld og rithöfundar eiga að beita íþrótt sinni í þágu
þess, sem er gott og jákvætt, og greiða því veg að hug-
um og hjörtum manna. Óræktað mannlegt eðli sér um
hið neikvæða og þarf ekki að ganga í lið með þvi. Sú krafa
er gerð til Ijósmyndara og málara, að þeir kunni að velja
sér „mótiv“. Sömu kröfu á að gera til skálda og rithöfunda.
6. Eldri kynslóðin þarf umfram allt að reyna að ná
trúnaðarvináttu yngri kynslóðarinnar. Ef það tekst, er
fyrst einhver von um, að reynsla eldri kynslóðarinnar
geti geymzt og ávaxtazt i sjóði hinnar yngri, og að hinn
vopnaði friður, sem of oft ríkir milli þessarra tveggja
kynslóða, þegar ekki er um beinan fjandskap að ræða,
geti orðið að frjósamri vináttu, þar sem háðir aðilar gefa
og þiggja á víxl. Gera verður þó meiri kröfur til eldn
kynslóðarinnar í þessu efni. Því hver kynslóð verður að
skilja, að hún her að miklu leyti ábyrgð á þeirri næstu.
Þórunn Magnúsdóttir skáldsagnahöfundur:
ÁSKAL AÐ ÓSI STEMMA.“ í þessum málshætti fel-
ast skoðanir mínar á siðferðisöngþveiti því, sem
hefir orðið til þess, að fjöldi kvenna er nú dreginn íyru'
lög og dóm almenningsálitsins hér á landi.
Hvers vegna hefir þessi fjöldi barnungra stúlkna leiðzt
út á glapstigu? Er það ekki vegna vanrækslu eða fávizku
þeirra, sem bera ábyrgð á þroska þeirra og manngihh-
Ungar stúlkur eru engin hlágrýtishjörg; þær eru hinn mjúki
346 JÖbð