Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 47
en tæplega fært að dæma um ennþá, hvort sú breyting er
til Iiins verra. Minnkandi kirkjurækni þarf ekki að vera
órækur vottur um þverrandi trúarlíf, þó svo kunni að vera
í einstökum tilfellum. Ef kenna á nokkru um hnignun sið-
ferðislífs meðal æskunnar í bæjunum, teldi ég helzt, að það
væri lausatök þau, sem mörg heiinili liafa á ungdómnum
og uppeldi hans. Gatan togar þar um of á móti heimilun-
um, og ýmiskonar skemmtanalíf, misjafnt að gæðum, er
sterkara en foreldravaldið. Mun það sameiginleg reynsla
allra þjóða, þegar bæirnir stækka.
4. OG 5. SVAR. Ef lil vill mætti til gagns horfa að
auka í skólunum, ekki síður harnaskólunum, kennslu i al-
niennri heilsufræði og í sambandi við liana gefa ungling-
unum nokkra þekkingu í undirstöðuatriðunum í kvnferðis-
iniálum, þó að það sé vandasamt verk. En yfirleitt er æsku-
Jýður landsins harla ófróður um þau efni, og sú fræðsla,
sem hann öðlast, æði oft fengin frá vafasömum og lítt heppi-
leguin leiðbeinöndum. Ekki' myndi heldur veita af að upp-
fræðendur æskulýðsins, bæði kennarar og prestar, leituðust
meira við en áður að vekja með honum nokkurn þjóðernis-
°g einstaklingsmetnað, sem gerðu honum ljóst, hvað sæmi-
legt er góðum íslendingi og hvað ekki.
6. SVAR, Stofnun klúbba og skemmtifélaga fyrir ungt
iólk, með menningarstarfsemi af ýmsu tagi fvrir augum,
getur verið gott og þarft, en er hinsvegar vandamál mikið.
^nga fólkið vill skemmta sér, og verður að skemmta sér;
V1ð þeirri eðlishvöt verður ekki rönd reist, og á heldur ekki
að gera. En reynslan hefir nú allviða orðið sú, að skemmti-
félögin hafa stundum orðið gróðrarstöðvar talsverðs laus-
laetis, og ekki gengið þar allt eins og skyldi. Með slíkum
félögum, sem vinna ættu á móti „ástandinu“, þyrfti því að
Vei'a sérlega gott eftirlit, og betra en sjálfsagt er víða kost-
llr ó. Er eg því vantrúaður á, að slík starfsemi næði almennt
tilætluðum tilgangi. En annars vildi eg minnast í þessu sam-
^andi. Það getur aldrei góðri lukku stýrt að gera íslenzkri
nesku lægra undir höfði og erfiðara um skemmtanalíf held-
llr en aðvifandi erlendum mönnum. Það er til litils að banna
j8rð 349