Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 69
nú eftir orðum mínum: ef þér skylduð komast að raun
um, að óbeit sú, sem þér liafið á frænsku minni, sé óvið-
ráðanlég, þá ætla ég að láta liengja yður fyrir dagmál
fyrir utan þennan glugga. Þér megið vera þess fullviss,
að ég muni aðeins gripa til slíkra óyndisúrræða, þegar
komið er í fulla hnefana. Því ég er alls ekki að sækjast
eftir lífi yðar, heldur eftir að koma fótunum undir til-
veru frænku minnar. Ef þér reynist þvermóðskufullur,
hlýtur þó að þessu að reka. Ælt yðar, herra de Beaulieu,
er að sínu leyti mjög g'óð; en þó þér væruð kominn af
sjálfum Karlamagnúsi, þá skyldi yður ekki haldast það
uppi óhefnt að liafna ráðahag við konu af Malétroit-ætt-
inni — og það ekki, þó hún hefði verið eins auðvirðileg
einsog þjóðvegurinn til Parísar — ekki þó hún væri eins
herfileg ásýndum eins og drekarennslin fyrir dyrunum
mínum. Hvorki þér né frænka mín, né lieldur innstu til-
finningar mínar fá neinu um þokað við mig í þessu efni.
Heiðri ættar minnar liefir verið stofnað í voða; ég held,
að þér séuð sá, sem sekur er um það; en hvað sem því
líður, þá þekkið þér nú leyndarmálið; og yður getur naum-
ast furðað, þó ég krefjist þess, að þér þurrkið út blett-
inn. Ef þér veigrið yður við því, þá mun hlóð yðar koma
yfir yðar eigið höfuð. Það munu ekki verða neinar sára-
bætur fyrir mig, að hi'nar merkilegu leyfar yðar berji
fótastokkinn í golunni fyrir utan gluggann hjá mér; en
hálfur hleifur er skárri en brauðskortur, og get ég ekki
hætt upp vansæmdina, skal ég að minnsta kosti hindra
ósómann.“
Nú varð hljóð.
„Ég hýst við þvi, að til séu aðrar leiðir, til að setja nið-
ur slíkan ágreining góðra drengja milli,‘ sagði Díónýsíus.
„Þér eruð riddari og berið sverð, og ég liefi frétt, að þér
hafið haldið á því með sóma.“
Herra de Malétroit gaf kapeláninum bendingu, og liann
gekk yfir þveran salinn með löngum, hljóðum skrefum
og lyfti tjaldinu frá þriðju dyrunum. Það leið ekki nema
andartak þar til hann felldi það aftur; en það hafði nægt
Jörð 371