Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 130
á, að Jóel fann ekki allar ærnar, og fór ég að leita þeirra.
Ég var í góðu skapi og undir miklum áhrifum frá deginum.
Brá ég fljótt við og hljóp af stað berhöfðaður og snögg-
klæddur, með hundinn í fylgd og brauðbita í hendinni.
Veðrið var guðdómlegt, lilýtt fjallakul, og litbrigði lofts-
ins mikil og dásamleg. I mér logaði rómantísk ástarþrá.
Ég var kominn fram á Bújarðir, áður en mig varði, og
þar fann ég ærnar, sem vantaði, og stuggaði þeim heim-
leiðis. Og þegar ég stóð þarna og hvíkli mig ofurlitla and-
rá, áður en ég tók sprettinn heim, var því líkast, sem
að mér slægi einhverri töfrabirtu. Mér varð um stund,
þyrstum í ástaratlot, reikað milli álfakletta, sem þarna
voru milli ldómskrýddra eyra og draga með ánni. Svo
tyllti ég mér sem snöggvast á einn klettinn, fast við ána,
hlustaði á niðinn og veifaði smalaprikinu mínu eins og
veldissprota.
Það var víst biskupskoman, þessi dásamlega kvöldfeg-
urð, gróðuranganin og Valgerður frá Kussungsstöðum, sem
höfðu komið þessum hræringum öllum af stað.
JÓN ÓLAFSSON
Niðurlag frá bls. 427.
ana; heitir annar Steinbitr því hann er harðr viðkomu, en hinn
Lífsháski, og er sá fótaveikr og eigi alltraustr; er honum heldr
fallhætt, en mýkri er hann viðkomu. Steinbitr hefir þann kost, ef
ritstjóri skal hraða sér að rita, að hann rekr á eftir, þvi að sa,
er á hann sezt, verðr þeirri stundu fegnastur, er hann stendr upp
aftur. Öll svör eru skrifuð á Steinbít, og eins þetta..............
III. Á kjaftastólnum. Iíitstjórinn, sem heldr er orðinn sár af að
sitja svo lengi á Steinbít, getr eigi stillt sig um að gjöra hér útúr-
dúr til hvíldar og setjast á kjaftastólinn....... IV. í ræðustóln-
um. Þegar ritstjórinn er hingað kominn, og hann lítr yfir allt
það, sein vér eigum ógjört, og sér að það er margt og harla gott,
þá réttist hann úr ritstjórakengnum og hitnar svo í honum, u®
hann stekkr upp i ræðustólinn, og vonar liann, að tilheyrendr þeir,
er farnir voru að geispa undir lestrinum, glaðvakni þegar hann
slær í borðið við atriðisorðin og mergjar-setningarnar. — Ölhnn
er frjálst að hrópa: „heyr!“ þar sem þeim þykir við eiga...........
Að svo mæltu stigum vér úr stólnum; og má nú kannske með
sanni segja, að vér höfum verið í skriftastólnum.
432
jönn