Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 61
liugmyndir yðar,“ bætti hann við og skáskaut augunum,
„en tíminn mun skera úr því, hvor okkar liefir rétt fyrir
sér.“
Díónýsíus var sannfærður um, að hann væri að kljást
við geðveikan mann. Hann yppti öxlum og settist, til þess
að sjá hver endalokin vrðu; en nú kom þögn, og meðan á
henni stóð, þóttist liann geta greint liratt tuldur, eins og
bænalestur, fjrrir handan tjaldið heint andspænis sér.
Stundum virtist ekki mæla nema einn maður, en stund-
um tveir; og ákafinn í röddinni, eins og hún var þó lág,
virtist annaðhvort henda til mesta óðagots eða til sálar-
kvala. Honum fannst eins og þetta tjald myndi byrgja
inngöngudyr bænliússins, sem hann hafði séð, þegar hann
var utandyra.
Gamli aðalsmaðurinn mældi á meðan brosandi Díó-
nýsíus hæls og hnakka milli, og við og við tísti hann eins
og fugl eða mús, og virtist gera það af einskærustu ánægju.
Þetta ástand varð fljótlega óþolandi; og Díónýsíus sagði
kurteislega til þess að binda enda á það, að vindinn liefði
lægt.
Það setti að gamla aðalsmanninum þegjandi liláturs-
kast, svo langt og ákaft, að liann eldroðnaði í framan.
Díónýsíus þaut þegar á fætur og sveiflaði á sig liatti sín-
um.
„Herra minn,“ sagði hann, „ef þér eruð með réttu ráði,
þá hafið þér smánað mig stórlega. En ef þér eruð vit-
skertur, þá þykir mér gott til að vita, að ég get haft meiri
not af heila mínum með öðru, en að tala við brjálaða
nienn. Samvizka mín er hrein; en þér liafið verið að gera
gys að mér frá upphafi; þér hafið færst undan að iilýða
á útskýringar mínar; og nú getur enginn máttur, nema
niáttur guðs, komið mér til að dveljast hér stundu lengur;
°g fái ég ekki komist leiðar minnar með sæmilegra móti,
þá ætla ég að spæna niður hurðina hjá vður með sverði
*nínu.“
Herra de Malétroit rétti upp hægri höndina og veifaði
henni með framréttum vísifingri og litlafingri.
Jörð 363