Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 112
Svo tekur sléttan við, og livergi er verra að rata en á
sléttlendi. Eftir smávegis villur komuinst við þó lieim að
Hvoli. Þar heldur Eyjólfur bóndi hliðinu opnu, svo að
híllinn geti rennt fvrirstöðulaust heim að bæ. A Hvoli
var gisl í ágætum fagnaði þær tvær nælur, sem eftir
voru í sýslunni. Voru gestirnir sex og fór ágætlega um alla.
HVOLL stendur nærri sjó, á sléttunni milli Péturseyjar
og Steigarháls og Geitafjalls. Hvollinn, sem hærinn
dregur nafn sitt af, er nú nálægt sjó. Þar stóð bærinn fvrr-
um og lítur út fyrir, að þar hafi sjórinn verið ágengur við
landið. Eyjólf bónda hjrgg ég allra manna fróðastan um
allt, sem við kemur sveit hans og sýslu og þeim kynslóð-
um, sem þar hafa lifað; um þjóðtrú og þjóðsagnir þarna
eystra veit Eyjólfur allt. Er gott fyrir forvitna ferðamenn,
eins og þá, er hér voru í hóp, að liafa slíkan fylgdar-
mann og auk þess Pál á Heiði til uppbóta.
Þegar komið var út um morguninn þann 29. Ágúst var
ekki skýhnoðra að sjá á Mýrdalsjökli, og þótti öllum vænt
um, að liann skyldi þó taka ofan i ferðalok. Fyrir hádegi
var farið að Pétursey. Við Pétursey er Eyjólfur fæddur
og telur hann, að hvergi á íslandi muni vera til jafn-
margar þjóðsögur hundnar við einn stað, eins og þar.
Hver klettur og liver þúfa á sina sögu og á þeim öllum
veit Eyjólfur skil og hefir víst fært þær flestar i letur.
Víst munu livergi vera til jafnmargir álagahlettir og 1
Mýrdal, blettir, sem ekki má slá og ekki við hreyfa, án
þess að illt af hljótist. Þjóðtrúin er lífseig. í Pétursey
eru góðar vættir og illar, 1 jós sjást þar í hömrum, fólk
liefir verið jiar bergnumið, jiar er hver klettur byggður.
Um allt Jietta sagði Eyjólfur oklcur um leið og ekið var
í kringum Eyna, skoðuð handaverk forfeðra hans og
margt fleira. Veðrið var yndislegt, Pétursey dýrðleg og
Eyjarhóllinn strýtumyndaður og skrítinn.
Haldið var að Hvoli til miðdegisverðar, en Dyrhólaey
skoðuð seinni partinn, í jafn fögru veðri og um morgun-
inn. Dyrhólaey er mikið djásn. Dyrhólmur mun hún víst
414 jöbp