Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 126
Theódór Friðriksson:
Hallgrímur biskup Sveinsson
vísiterar á Þönglabakka
Theódór Friðriksson hefir áratugum saman verið lands-
kunnur fyrir smásögur sinar og frásögur, aðallega úr lífi sjó-
manna norðanlands. Þessi frásaga er kapítuli úr stórri bók
eftir hann, sem kernur út i haust á vegum Víkingsútgáfunn-
ar og segir frá endurminningum hans. Er þar fjölskrúðug og
trú lýsing á íslenzku þjóðiífi norðanlands og breytingum þeim,
er það hefir tekið um daga höfundarins, og jafnframt, eins
og gerist um góðar sjálfsögur, veitt djúp innsýn i mannlegt
sálarlif. — F i r ð i r eru lítið byggðarlag norðan á hinum
hrikalega skaga milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Þönglabakki
er kirkjustaður þess, en hinir byggðu smáfirðir eru tveir:
Þorgeirsfjörður og Hvalvatnsfjörður.
SKÖMMU FYRIR SLÁTTINN héldu þau Valdimar og
Þórdís á Rotni brúðkaup sitt. Af því að húsakynni
voru mikil á Þönglabakka, var veizlan haldin þar,
og bauðst faðir minn til að leggja til eldivið undir kaffi-
sopann. Þetta var mikið hátíðahald, enda liafði Valdimar
verið svo forsjáll, að liafa hrennivínstár handa körlun-
um. En mest hátíðarefni var það, að fá síra Árna* út eft-
ir, og naut hann sín aldrei betur, en þegar hann gaf sam-
an hjón. I þessari veizlu skemmli hann sér mesl við Björn
á Hóli, og voru með þeim gamlar væringar. En mér er
það einna minnisstæðast, að þarna kynntist ég fyrst As-
mundi á Tindriðastöðum og gazt mér vel að vísum hans
og gamni.
EN ÞESSI ATBURÐUR hvarf mjög í skuggann fjrir
því, að rétt á eftir bárust þau tíðindi með sunnan-
golunni norður fyrir Leirdalsheiði, að húast mætti við
* Síra Árni Jóhannesson (faðir Þórhalls, fulltrúa i Reykjavík,
og Ingimundar, söngstjóra á Akureyri).
428
JÖBD