Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 58
/
Það var eins og þurrlendi, sem maður sér, er brýzt um 1
feni; hugur hans greip þetta með áfergju; og liann stóð
og starði á það og revndi að koma sér upp skynsamlegri
hugmynd um umhverfi sitt. Það var ekki um að villast,
að það láu stigaþrep þaðan, sem hann stóð, upp að hin-
um uppljómuðu dyrum; og hann þóttist raunar geta greint
ljósgeisla, mjóan eins og nál, og daufan eins og maur-
ildi, sem hæglega gat verið endurspeglun á fáguðum viði
í handriði.
Eftir að hann var farið að gruna, að hann væri ekki
einn, hafði hjarta hans farið að berjast með kæfandi á-
kafa, og það hafði gripið liuga hans óhemjuleg löngun til
þess að hafast eitthvað að. Hann liélt, að liann myndi í
ákaflegum liáska staddur. Hvað gat verið eðlilegra, en að
hann gengi upp sligann, lypti tjaldinu og iiorfðist undan-
dráttarlaust í augu við vandræði sín? Hann myndi þá að
minnsta kosli ekki lengur vera einn i myrkrinu. Hann
steig hægt áfram og hélt fjrrir sér höndum, þar til hann
rak fótinn í neðsta þrepið; svo skálmaði hann fljótt upp
þrepin, staldraði við andartak til þess að koma svipnum
á sér i lag, lypti upp tjaldinu og gekk inn.
HA.NN SÁ, að hann var kominn í stórt herbergi úr gljá-
fægðum steini. Þar voru þrennar dyr, einar á hverjum
þriggja veggjanna, allar tjaldaðar eins með dúkum.Áfjórða
veggnum voru tveir gluggar og mikill steinarinn, en á hann
var höggvið skjaldarmerki Malétroit-ættarinnar. Díónýsíus
kannaðist við skjöldinn og var feginn, að hann skyldi
hafa lent í jafngóðum höndum. Herhergið var mjög upp-
ljómað; en það var lítið annað af húsgögnum í því, en
viðamikið horð og einn eða tveir stólar; það var saklaust
um eld á arninum, og það var stráð sefi, sem hersýnilega
var margra daga gamalt, á dreif um gólfið.
Það sat lítill, gamall hefðarmaður i vararstakki á háum
stól hjá arninum og blasti við Díónýsíusi, þegar hann kom
inn. Hann sat með krosslagða fætur og spenntar greipar,
og það stóð við olbogann á honum skál af krydduðu vím
360 jöbð