Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 20
1) Að einangra algerlega allar vændiskonur, sem á
nokkurn liátt verður vitað um.
2) Að auka foreldra- og lögregluvald, með því að
flytja það aldurstakmark, sem það nú nær til, upp í 18
ár a. m. k., jafnvel upp í fullan lögaldur eða 21 ár.
3) Að hreinskilnislega sé af hálfu hins opinbera ósk-
að eftir að ræða þessi efni við forystumenn setuliðsins,
með skírskotun til þess, að við hvorki getum né viljum
séð erlendu setuliði, þótt óbeinlínis sé, fyrir þeirri við-
kynningu, sem me.stur háski er viðurkennt að stafi af í
sambandi við setulið. Þess vegna æskjum við að fá af
þeirrahálfu viðurkennda sið-ogþjóðfélagsfræðinga til sam-
starfs um sjálfsögð úrræði í þessum efnum, og þá reynd-
ar jafnframt öðrum efnum, sem í sjálfu sér kunna við
fyrstu sýn virðast smávægileg; koma ekki undir við-
skipta- eða stjórnmál, en geta oft valdið mestu úlfúð milli
aðila, ef misskilningi er þar ekki snemma rutt úr vegi.
EG ER SANNFÆRÐUR UM, að nálega hver maður,
sem ál)yrgan má telja skoðana sinna í þessu landi,
vill umgangast „gesti“ okkar friðsamlega og vingjarnlega.
En sé ekki frá upphafi hreinskilnislega talað af heggja
hálfu um liugsanleg, livað þá líkleg, misldíðarefni, ])á er
mikil hætta á því, að menn og konur, sem bæði vildu
og gætu haldið virðingu sinni, þótt þau skiptu geði við
aðkomumenn, verði ósjálfrátt knúin í öfuga aðstöðu, af
ótta við, að verða ella stimpluð sama marki og aumustu
vandræðamenn hvers þjóðfélags.
Ég er einn af þeim fáu Islendingum, sem hefi verið
langdvölum í hinum ólíkustu samveldum og nýlendum
Rreta; umgengizt og kynnzt vel bæði sjálfstjórn þeirra,
og sömuleiðis viðhorfi þeirra á öllu og stjórn á svokölluðum
innfæddum mönnum; svo að mér ætti að vera það lirós-
laust, þótt ég sæi gleggra fyrir en margir aðrir ýmsa mögu-
leika í samhúð okkar, bæði til góðs og ills, og afleiðing-
ar af viðhorfi okkar gagnvart þeim. Það er ekki nóg að
„prótestera formlega“, þótt það sé auðvitað sjálfsagt, er
322 jörð