Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 68
ég sé þeirrar einlægni ekki ómaklegur. Er hinn göfugi
herra de Malétroit liér á næstu grösum?“
„Ég held hann sitji við skriftir i salnum hér framund-
an,“ svaraði hún.
„Má ég fá að leiða yður þangað, náðuga ungfrú?“ spurði
Díónýsíus og rétti henni liöndina með mesta hofmanns-
hrag.
Hún tók hana; og þau gengu bæði út úr bænhúsinu,
Blanka mjög niðurlút og blygðunarfull á svip, en Díó-
nýsíus rigsandi og reigingslegur af meðvitundinni um, að
hann iiefði nú ællunarverki að sinna, og af unggæðis-
legri vissu um, að honum myndi fara það sómasamlega
úr hendi.
HERRA de Malélroit reis á móti þeim með liáðslegu
bugti.
„Herra minn,“ sagði Diónýsíus með eins liátíðlegum
svip og honum var mest unnt, „ég hýst við, að ég sé skyld-
ur til að leggja orð i belg um þetta hjónaband; og það
er hezt, að ég segi yður það þegar í stað, að ég vil eng-
an hlut eiga að því að ná ástum þessarar ungfrúr með
valdi. Ef mér hefðu verið hoðnar þær að frjálsu, þá liefði
ég talið það heiður fyrir mig að ganga að eiga liana, þvi
ég liefi orðið þess áskynja, að liún er eins góð og hún
er fögur; en eins og þetta er í pottinn l)úið, þá tel ég
mér það skylt að vísa því á bug.“
Blanka leit þakklátum augum til hans; en gamli aðals-
maðurinn gerði ekki annað en að brosa og brosa, þang-
að til Díónýsíus hókstaflega fór að klígja við hros-
inu.
„Herra de Beaulieu,“ sagði hann, „ég er liræddur um,
að yður sé ekki fylllilega ljóst, hvers ég geri yður kost
að velja um. Gerið þér svo vel að fylgja mér að glugg'
anum þarna.“ Og hann gekk á undan að einum af stóru
gluggunum, sem stóð opinn út í náttmyrkrið. „Þér sja-
ið,“ hélt hann áfram, „járnhring í efri múrnum, og að
það er þræddur i hann mjög sterkur kaðall. Takið ])cr
370 Jörð