Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 113
hafa heitið fyrrum, dregið af gatinu gegnum forbjargið,
sem allir kannasl við. Ég liefi ekki vitað fyrr en nú, að
götin eru tvö, en ekki eitt, annað nær landi og lægra. En
það liækkar og stækkar smátt og smátt, því sjórinn er
alllaf að. Á leiðinni að Dvrhólaey förum við um hlaðið
á Loftsölum og heilsum upp á gamla Guðhrand, sem lengi
var vitavörður, en nú eru synir hans teknir við. Þarna
er nátlúrufegurð mikil við Loftsali og Dyrhólahæinn. Frá
Loftsölum er ekið yfir sléttan sandinn út að Eynni. Við
komum að henni vestanmegin. Þar heitir Skollastígur.
„Beljuvegur“, segir Páll á Heiði, að þetta sé og hleypur
upp á undan okkur, áttræður karlinn. Við utanliéraðs-
fólkið komum á eftir og' náum upp á brún, eftir langa
mæðu. Hættulaus er vegurinn, en æði brattur. Útsýn er
fegurri af Eyjunni en orð fá lýst; geri ég því ekki til-
raun til þess hér. Þar dvöldum við góða stund og nut-
um hennar vel. Vestan megin er Eyjan blásin og ber, nær
örfoka, en austanvert er liún græn og gróin þykkum jarð-
vegi. Dyrhólaey þyrfti að friða. Ivrian myndi lijálpa til
að græða hana að nýju. Gaman er að horfa af eyjarbrún
út á sæinn, þar sem liáir drangar risa úr sjó. Þar er
drangurinn, sem Hjalti kleif, áður en hann réðist á Eld-
eyna. Niður var haldið, eins og leið liggur, austan megin,
niður að Dyrliólaós. Þar var setzt í bílinn og ekið að
Loftsalahelli, sem mun vera einhver einkennilegasti liell-
ir, þó víða sé leitað.
Loftsalir er rétta nafnið á honum, því í honum eru
tvö loft, svo þar eru þrjú gólf, livert yfir öðru. Þessi hell-
ir var þingstaður, víst í margar aldir. Þá voru þil fyrir
neðsta hellinum. Sýslumaður hafði sitt ákveðna sæti, en
ntan þils skagar grjótarmur út úr berginu. Það var gálg-
inn; þar var dóminum fullnægt, er liann var upp sagður.
Undir þinghellinum er hellisliola, sem Eyjólfur taldi eitt-
Iivað benda til, að myndi liafa verið dýblissa eða fangar
þar geymdir. En þessar óhugnanlegu myndir hverfa, þeg-
ar sólin skín í þessa loftsali, þar sem burkninn grær i
lofti og á veggjum. Og í berginu bjá lifa fýlarnir sinu
Jörd 415