Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 66
svo, þá kæri ég mig kollóttan um það. Ég ætla nú að
ráða þór til að vera kurteis við hinn unga vin okkar;
því lofa ég þér, að næsti brúðguminn þinn mun verða
miður geðslegur.“
Og með það fór hann út með kapeláninn á hælunum;
og tjaldskörin féll að haki þeirra.
CtTÚLKAN vatt sér að Díónýsíusi með leiftrandi augum.
„Og hvað, herra minn,“ spurði hún, „á allt þetla
að þýða?“
„Það má guð vita,“ anzaði Díónýsíus gramur. ,;Ég er
fangi í þessu húsi, og það virðist vera fullt af vitfirring-
um. Meira veit ég ekki; og ég skil ekki neitt í neinu.“
Yilduð þér ekki gera svo vel að segja mér, hvernig þér
eruð hingað kominn?“ spurði hún.
Hann sagði henni það eins stuttlega og lionum var unnt.
„Þér vilduð annars, ef til vill,“ bælti liann við, „fara að
mínu dæmi og segja mér, hver sé ráðningin á öllum þess-
um gátum, og hvar í ósköpunum þetta muni allt lenda.“
Hún stóð þögul stundarkorn, og hann gat séð, að var-
ir hennar titruðu, og að táralaus augu hennar brunnu
með sóltkenndum loga. Síðan þrýsti hún enninu að báð-
um höndum sínum.
„Æ, hvað mig verkjar höfuðið,“ sagði hún þreytulega
— „svo að ég tali ekki um vesalings hjartað mitt. En þér
eigið rétt á að þekkja sögu mína, þó hún hljóti að sýn-
ast ókvenleg. Ég heiti Blanka de Malétroit; ég liefi verið
föðurlaus og móðurlaus í — æ, eins lengi og ég man til,
og ég hefi vissulega verið ólánssöm alla mína æfi. Fyrir
þrem mánuðum fór ungur höfuðsmaður að taka upp a
])ví að standa nálægt mér í kirkjunni. Ég gat séð, að ég
féll honum í geð; þetta er að vísu mér að kenna, en ég
var því svo fegin, að einhver skyldi elska mig; og þegar
hann stakk að mér bréfi, þá tók ég það lieim með mér
og las það með mikilli ánægju. Eftir þetta hefir hann
skrifað mörg bréf. Ilann blóðlangaði til að tala við mig>
vesalings manninn, og hann var alltaf að biðja mig a^
368 jöbð