Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 81
Búið sjálf til
hatt
ÞENNAN ágæta vetrarhatt er hægt
a‘ð búa til úr gömlum karlmanns-
hatti. Sé ekki völ á hatti i hentug-
um lit, er auðvelt að lita hann. Hatta-
mót mun að vísu vera í fárra höndum,
en hægt er að nolast við búðingsmót eða
dós, sem vafið er um léreftstusku, þang-
að til hið rétta mál er fengið.
1. mynd: Látið hattinn á mótið og afmarkið nákvæmlega miðju
kolls og barða aftan og framan. Látið hattinn falla fast að mót-
inu með því að næla og þræða fellingu úr kollinum vinstra megin.
Hragið víddina í kollinum saman í fellingu, eins og sést á mynd-
inni; nælið fyrst með prjónum og þræðið síðan.
2. mynd: Leggið hlautan klút yfir hattinn og pressið vel, þang-
að til hatturinn fellur vel að mótinu. Pressið fellingarnar vel. Þeg-
ar hatturinn er vel þurr, eru þræðingarnar teknar úr, og felling-
arnar saumaðar saman á röngunni.
3. mynd: Klippið upp í harðið að aftan % cm. upp á koll-
inn, og klippið svo barðið þannig af allt í kring. Mátið kollinn;
ef hann er of djúpur, klippið þá meira neðan of honum. Senni-
lega mest að framan og hægra megin.
4. mynd: Nælið miðjuna á harðinu við miðjuna á kollinum
að framan; látið kollinn ganga % cm. út á barðið allt í kring.
Klippið hurt það, sem gengur af barðinu. Endarnir lagðir á mis-
víxl. Til að fá uppbrotið að aftan skarpara, eru endarnir látnir
ganga meira saman í brúninni á barðinu.
5. mynd: Mátið hattinn. Ef barðið er of breitt, þá klippið af
því, og skrapið hrúnina með skærunum, til þess ekki sjáist, að
hún sé nýklippt. Saumið barðið saman með ósýnilegum sporum
a þeirri hliðinni, sem upp snýr.
6. mynd: Pressið barðið vel með hlautum klút; hahlið sam-
anvöfðu handklæði undir þvi. Lagið það til, meðan það er rakt,
nieð fingrunum í þær fellingar og hrot, sem ])ér viljið hafa á því.
ISandið af gamla hattinum má nota i fóður. Festið svo bandið á,
eins og sést á myndinni, með tveimur litlum slaufum, sinni hvoru
niegin við fellinguna.