Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 52
| — Saga úr „ástandinu" — í útlandinu — í gamla daga —
Robert Louis Stevenson:
Dyrnar hjá herra Malétroit
Roberl Louis Stevenson var brezkur skáldsagnahöfundur á
síöustu árum 19. aldarinnar. Söguefni hans voru að jafnaði
nokku'ð „reyfara“kennd, en efnismeðferðin svo skáldleg og
stíllinn svo glæsilegur, að engum hefir komið til hugar að
vefengja þann rétt hans að teljast meðal slórskálda síns
tíma og sinnar þjóðar. Stevenson dó tæplega miðaldra úr
lungnaberklum og dvaldi síðustu æviár sín í Kyrrahafseyjum.
Saga sú, sem hér birtist, er tekin úr safni „beztu smásagna
um sagnfræðileg og þjóðmenningarsöguleg efni“, sem hinn
frægi höfundur á því sviði, Raphael Sabatini, hefir gefið út.
DIONÝSlÚS DE BEAULIEU* var enn ekki tuttugn og
tveggja ára, en hann þóttist sjálfur vera fullorðinn
maður og meira að segja fullgildur riddari. Piltar
voru bráðþroska á þeirri ruddalegu ófriðaröld; og þegar
maður liefir lent í stórorustu og svo sem tylft af ránsferð-
um, liefir vegið mann með heiðarlegum liælti og kann of-
urlítið til liernaðaríþróttar og á mannfólkið, þá verður vit-
anlega að fyrirgefa, þó nokkur drembni sé í framgöngunni.
Hann hafði sett hestinn sinn i hús með mestu umhyggju og
borðað kvöldverð með hæfilegri viðliöfn; og svo gekk hann
út i þægilegu skapi, til þess að fara í heimsókn, þegar
húmaði. Það var ekki tillakanlega skynsamlegt af hin-
um unga manni að gera þetta. Honum myndi hafa orð-
ið betra af að vera kyrr við arineldinn eða hátla skikk-
anlega. Því að bærinn var fullur af herliði frá Borg-
und og Englandi, undir stjórn af hálfu beggja; og þó Dío-
nýsius væri þar með griðahréfi, þá var líklegt, að griða-
* frb. Bólíöh.
354
jöbo