Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 38
þessum orsökum? í þessu sambandi vildum vér leyfa oss að benda
á sem athugunarefni íslenzkt heimilislf, framkomu íslenzkra karl-
manna við kvenfólk, ísl. samkvæmislíf undanfarinn áratug eða tvo
(m. a. dansleiki og aðrar skemmtisamkomur), bæjarbrag, skemmti-
staði, bókmenntir, félagslíf, skóla, notkun bíla og áfengis.
3. spurning: Álítið ]>ér, að sú hnignun siðferðislífsins, er hér
hefir lýst sér, standi í sambandi við hnignun alm. trúarlífs i land-
inu (Reykjavík o. s. frv.) ?
4. spurning: Hvaða alm. ráðstafanir viljið þér mæla með, að
gerðar verði eða auknar, í því skyni að efla „heilsufar" ísl. al-
menningsálits og siðgæðis — íslenzks þjóðlífs yfirleitt og Reykja-
víkur sér i lagi?
5. spurning: Leggið þér með verulegum breytingum á skólum
landsins i tilefni af máli þessu?
6. spurning: Hefðuð þér álit á því, að stofnað væri til félaga,
klúbha og annara samverustaða fyrir (ungt) kvenfólk i Reykjavik
(og víðar) með menningarstarfsemi af ýmsu tagi?
7. spurning: Iivað álítið þér um þá hugmynd, að nokkuð veru-
legur hluti af skýringunni á því, að íslenzkt lcvenfólk mun hafa
reynst tiltölulega laust fyrir i afstöðunni gagnvart setuliðinu, sé
að finna i tiltölulega lítilli lífrænni alm. menntun, er valdi skorti
á áhuga á málefnum og hugsjónum, er aftur geri það lausara fyrir
aðvífandi persónulegum ævintýrum? Hinsvegar geri málakunnátta,
án siðræns og menningarlegs uppeldis að sama skapi, konur jafn-
vel körlum enn fremur, berskjaldaðri gagnvart siðspillandi áhrif-
um erlendum, er jafnan séu ]rað mikil, að taka verði tillit til þeirra,
þó að yfir taki, er svo stendur á sem nú, að fjölmennt setulið
erlendra þjóða er i landinu.
8. spurning: Getur útivera kvenna seint á kvöldin talizt skil-
yrðislaust sæmileg — almennt skoðað, eins og nú er ástatt í landinu?
9. spurning: Er gerlegt að stia algerlega sundur hinu erlenda
setuliði og íslcnzku kvenfólki, er teljast vill heiðvirt? Myndu harð-
vítugar tilraunir í þá átt, t. d. ekki stofna of mjög í hættu vin-
fengi þjóðanna, er hlut eiga að máli? Á að telja almennan kunn-
ingsskap milli setuliðsmanna, er fram fari á hátt, er hafa ma
nokkurn veginn eftirlit með, ásamt trúlofunum og giftingum, víta-
lausan, þó að eklci teljist æskilegur, almennt skoðað?
10. spurning: Hvers má krefjast af setuliðinu (eða rikisstjórn
þess) til leiðréttingar „ástandinu“?
11. spurning: Hafið þér hlustað á útvarpserindin, sem Sigfus
Halldórs frá Höfnum flutti í fyrra uni viðhorfin, er skapast
myndu (og skapazt höfðu) af „núverandi ástandi“ og þær ráðstaf-
anir, er hann mælti með í því sambandi? Ef svo er, vilduð þér
þá ekki taka eitthvað fram því viðvíkjandi?
340
jöbd