Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 79
Frú X:
Á KVENNAÞINGI
Fegrun og snyrting
(Eftir sumarfríið)
OMDU BLESSUÐ, frænka! Ó, nú verður þú að
ráða mér Iieilt.“ Slína „litla“ systurdóttir mín
kom eins og hvirfilvindur inn i stofuna til mín,
kyssti mig á nefið og slengdi sér svo niður í hezta hæg-
indastólinn minn.
„Nú, svo að þú ert komin úr fríinu! Fenguð þið gott
veður?"
„Alveg unaðslegt. Eins og þú veizt, eru öll sumargisti-
húsin full af börnum — til aðrar guðslukku, liggur mér
við að segja, — svo að við urðum að vera í tjaldi; og
annað eins sumarfrí hefi ég aldrei átt. Við vorum þrjár
saman, vinkonurnar, og þú ættir hara að vita, hvað gam-
an er að sofa í tjaldi og þurfa ekki annað en að velta
sér út úr tjaldinu á morgnana og vera þá komin í sól-
óað. Og svo í snndlaugina á eftir. Það var alveg dásam-
legt. — Við erum allar ákveðnar í að fara aftur næsta
sumar. — En viltu hara sjá árangurinn?“ Hún spratt á
fætur og tevmdi mig út að glugganum, svo að ég gæti
hetur séð framan í sig. „Já, það er satt; þú ert töluvert
»sveitó“ í framan, en ég minnist eklci að hafa séð þig
jafnhraustlega.“ „Hraustlega,“ át hún eftir mér. „Já, það
lannst mér líka, á meðan við gengum i baðfötum eða
»shorts“ allan daginn, en „hraustleikinn“ er ekki alveg
eins töfrandi, þegar ég er komin í dökka dragt og með
Hýja, fína hattinn minn. Húðin er eitthvað svo þurr og
skorpin; ég er bara blátt áfram hrukkótt fyrir neðan
augun og í kringum munninn; líttu á. Nú verður þú að
vera góð, frænka, og kenna mér ráð, til að hæta úr þessu
°g það í livelli, skal ég segja þér, — því að---.“ Hún
JÖRÐ
381