Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 82
Fegrun og snyrting
Frh. af bls. 382
nokkra daga verður húðin eins mjúk og fín og á smá-
barni.
Ég þarf nátlúrlega ekki að taka það fram við þig, að
fara aldrei í rúmið, án þcss að hreinsa andlitið ræki-
lega, annað livort með feitu cremi eða góðri sá])u og
volgu vatni. Púður má aldrei liggja á yfir nóttina, þvi
að það þurrkar svo liörundið. Er það svo eitthvað fleira,
sem þú vilt vita?“
„Já, elsku fr'ænka, sjáðu augahrúnirnar; þær eru eins
og krældótt kjarr, sem vex sitt i hverja áttina.“
„Þú verður að reita þær ofurlítið. Ef þú ert kveifar-
leg, getur þú borið olíu á þær fyrst, eins og hálftíma áð-
ur en þú byrjar að reita, — þá finnur þú ekki til. Til þess
að fá þær fallega bogadregnar, skaltu byrja á þvi að draga
bogann með litablýanti eða mjóum pensli. Svo reitir þú
burt það, sem er fyrir neðan bogann; að ofan má aldrei
reita, nema ef eitt og eitt hár kann að vera þar á stangli-
Og farðu varlega í það að lita augabrúnirnar. Sýnilega
litaðar augnabrúnir gefa andlitinu harðan og tómlegan
svip. Það er miklu betra að bera á þær laxerolíu; hún
eykur hárvöxtinn og þá sýnast þær dekkri.“
MARMELADE úr appelsínuberki og gulrótum
Börkur af 10 appelsínum, V2 kg. gulrætur, V2 kg. sykur, 2 tesk.
vínsýra. Börkurinn er þveginn og lagður i bleyti 1—2 daga; vatn-
ið á aðeins að fljóta yfir hann. Síðan saxaður eða skorinn í ör-
þunnar ræmur og soðinn í vatninu, sem hann lá í, ásamt sykrin-
um og gulrótunum, sem skornar eru i næfurþunnar sneiðar; bezt
að nota kartöfluhníf til þess. Þegar maukið er orðið hæfiiega þykkt,
er vínsýran látin saman við. Minnir mjög á appelsínu-marmelade.
Viðbót ritstjóra: Ég get ekki stillt mig um að ljóstra því upp, a<^
ég hefi einu sinni komizt i það að smakka á þessu marmelade lúa
frú X, með bláberjum saman við, — og það var „glás“, seni flei'1
sælkerar en ég hefðu smjattað á.
384
jöbð