Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 41
orði, en fást eklci til að leggja þar hönd á plóginn með
vinnu sinni og breytni.
3. Vafasamt, þótt ég hinsvegar sé ekki í vafa um, að
heilbrigt trúarlíf er mikill stuðningur heilbrigðu siðferði,
og aukning á kennslu i trúfræði og siðfræði í skólum lands-
ins myndi verða til mikilla hóta.
4. Að mestu leyti svarað hér á undan.
5. Það þarf meiri samvinnu en nú er milli kennara
og foreldra og aðstoð fleiri eða færri góðra og viturra
manna, sem væru nokkurs konar tengiliður milli þessara
aðila, a. m. k. á meðan samvinnan væri að takast.
6. Mjög æskileg, ef rétt væri á haldið.
7. Að nokkru leyti svarað áður. En því má heldur
ekki gleyma, að þjóð, sem enn má leljast einangruð, þó
mikil breyting sé frá því, sem áður var, og sem með-
fram og þess vegna er nýungagjörn, sér æfinlega allt í
hillingum og dýrðarljóma það, sem í útlandinu, meðal
menningarþjóðanna, gerist. Útlendir siðir, nýir siðir, ný
áhrif, vekja í augnablikinu meiri athygli og hafa á sér
meiri ljóma en það, sem liversdagslega her fyrir augun,
þótt þeir við heilhrigða gagnrýni verði léttvægari fundn-
ir. En slík gagnrýni skapast einungis með góðri leiðbein-
ingu, og þegar styttri eða lengri timi er liðinn frá fyrstu
áhrifunum. — Ennfremur má bæta því við, karlmönn-
um til athugunar, hvort þeir ekki hafa veitt því eftirtekt,
að framkoma erlendra karla yfirleitt gagnvart kvenfólki
er fágaðri, a. m. k. á yfirborðinu, lieldur en íslenzkra karl-
manna yfirleitt.
8. Nei.
9. Nei. Því þótt það væri í sérstökum tilfellum æski-
legt, þá álít ég það svo erfitt og koma oft og einalt svo
ómaklega niður, að maður myndi álíta verr farið en
heinia setið.
19. Af setuliðinu ætti að krefjast vínbindindis á með-
an það dvelnr hér. Manni finnst undarlegt ósamræmi í
Því, að vínbindindi skuli alþjóðalögmál allra íþrótta-
hianna, sérstaklega þeirra, sem skara vilja fram úr, en
Jörð 343