Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 60
undan því einkennilega, liljómrœna muldri, sem heyrðist
i herranum, áður en liann tók að mæla. Og vegna óbeitar
og ósvikins fáts hugarins, gat liann naumast komið sam-
an orðum lil að svara.
„Ég er hræddur um,“ sagði hann, „að þetta sé hending
í tvennum skilningi. Ég er ekki sá, sem þér haldið. Þér
virðist liafa verið að búast við heimsókn; en að því er til
mín kemur, hefir ekkert verið fjær hugsun minni — hef-
ir ekkert getað verið meira ofan í óskir mínar — heldur
en að koma hér óboðinn.“
„Það er gott, það er gott,“ svaraði aðalsmaðurinn gamli
óþolinmóður. „Þér eruð kominn, og það skiptir mestu.
Fáið þér yður sæti, vinur minn, og hafið þér algerlega
yðar hentisemi. Við skulum nú koma okkur saman um
þetta lilla mál okkar.“
Díónýsíus skildi, að enn væri einhver misskilningur að
flækjast fyrir, og hann flýtti sér að halda áfram útskýr-
ingum sínum.
„Dyrnar iijá yður . .. .“ hóf hann máls.
„Hvað er um dyrnar hjá mér?“ spurði liinn maðurinn
og sperrti upp hinar livössu augahrýr. „Þær eru dálítið
sýnishorn af liugviti.“ Og hann yppti öxlum. „Það er gesl-
risnisdutlungur. Yður langaði ekki til að kynnast mér, að
því, er þér segið sjálfur. Vér gamla fólkið eigum stund-
um von á slíkri tregðu; og ef hún gengur nærri heiðri vor-
um, þá förum vér að velta því fyrir oss, þangað til vér
finnum einhverja leið til að vinna bug á henni. Þér kom-
ið óboðinn, en ]iér megið trúa mér, að þér eruð mjög vel-
kominn.“
„Þér misskiljið enn, iierra minn,“ sagði Díónýsíus. „Það
getur ekki verið neinum málum að ljúka milli mín og yð'
ar. Ég er ókunnugur hér á þessum slóðum. Eg heiti Dio-
nýsíus, ungherra de Beaulieu. Ég er að vísu kominn her
í yðar hús, en það er aðeins . .. .“
„Ungi vinur minn,“ greip hinn maðurinn fram í, „Þer
verðið að lofa mér að Iiafa mínar eigin hugmyndir um
það efni. Þær koma sennilega ekki nú í bili heim við
362 jöbð