Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 105
Sunnudagurinn var grár, en úrkomulaus og eiginlega
var það á áætlun, að fara þá frá Klaustri og í Álfta-
verið. En nú var búið að talca heima þar og þau Einar
og frú lians farin að una sér svo vel hjá Lárusi bónda,
að erfitt var að slíta sig þaðan. Held ég og, að Lárus
bafi einnig viljað iiafa þessa gesti sem lengst. Var því
burtför þaðan frestað til mánudags, samkvæmt kenning-
unni: Gerðu aldrei það í dag, sem unnt er að fresta til
morguns. En farið var í berjamó í Landbrotslióla hinu-
megin Skaftár. Var fyllt stór skjóla á hálfum öðrum
klukkutíma. Hvílík óbemja af krækiberjum! Það er at-
riði, sem ennþá bíður óskipulagt, hvernig eigi að hag-
nýta berin á haustin bér á landi.
^VO KOM MÁNUDAGURINN og þá skyldi fara frá
^ Lárusi og taka næsta náttstað i Álftaveri. Um morg-
uninn fóru menn frá Klaustri á silungsveiðar í Slcaptá.
Skaftfellingar veiða þannig, að net eru látin reka undan
straumi og silungurinn tekinn úr jafnóðum og liann fest-
ir sig í netinu. Þurfa menn því að vaða neðanvert við
netið og sjá þeir á korlcinu, þegar fiskur kemur í, þukla
bann úppi (því vatnið er svo gruggugt, að hann sést naum-
ast), greiða bann úr og stinga honum í poka, er þeir bera
framan á sér. Vatnið er oft meir en í mitti, svo þetta er æði
tröllaleg veiðiaðferð. En þetta er fyrirtaks sjóbirtingur,
sem þarna fæst og er allt að 20 punda þungur. Tvívegis
var dregið á í ánni, meðan við vorum á Klaustri, og
fengust um lmndrað pund í Iivort skiplið; silungurinn er
jafngildur laxi eða jafnvel betri. Nú var hann nýgenginn.
Hafði nú verið gist í sex nætur bjá þeim hjónum, Elínu
og Lárusi, svo óþarft er að fjölyrða um viðtökur. Eftir
'niðdegisverð þakkaði Lárus bóndi gestunum komuna á
heimili sitt og í sýsluna og var þó meira fyrir gestina
nð þakka. Svo var rennt úr hlaði þessa Iiöfðingjaseturs
nð fornu og nýju. Skyldi nú farið frá einu klaustrinu
til annars, að Þykkvabæjaklaustri í Álftaveri. Veður var
ehki nógu bjart, en fagurt var þó að sjá um Síðu og
Jörð 407