Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 54
fram með veggjum kæfandi þröngra húsagarða. Það er
ömurlegt og dularfullt að vera á kafi í kolniðamyrkri
i svo til ókenndum bæ. Þögnin er skelfandi vegna þess,
sem í lienni kann að búa. Þegar böndur manns fara leit-
andi um kaldar gluggagrindur, brekkur liann við eins
og liann hafi snert á froski; ójöfnurnar á steinlagðri göt-
unni þeyta bjartanu upp í munninn á bonum; verði á
kafla fyrir bonum dýpra myrkur, þá er eins og það sé
hótun um launsátur eða um að gjóta sé í gangstígnum;
en þar sem bjartara er i lofti, taka búsin á sig einkenni-
legan, villandi svip, eins og þau ætli að leiða hann enn
meira afvega. Díónýsíus þurfti að komast i veitingabús-
ið sitt, án þess að vekja á sér athygli, og því var það
beinn báski fyrir hann að ganga þetta, auk þess sem það
voru einskær óþægindin; og liann fór í senn bæði gæti-
lega og djarflega, og hann nam staðar við bvert liorn, til
þess að athuga sinn gang.
Þegar hann um nokkra hríð hafði þrætt svo mjótt sund,
að liann gat snert vegg með hvorri hendi, fór það að víkka
og snögglega að halla undan fæti. Það var greinilegt, að
það lá nú ekki lengur í áttina til veitingahúss lians; en
hann lét freistast af voninni um, að dálítið jrrði bjartara, lil
að lialda áfram, svo hann gæti kannað fvrir sér. Sundið
þraut á hjalla með vegg og turni, og þaðan sá eins og um
vigskarð niður á milli liárra húsa niðri i dalnum, sem lá
dimmur og ólögulegur nokkur hundrað fetum fyrir neð-
an. Díónýsus leit niður og gat greint nokkra kvikandi
trjátoppa og stöku bjartan díl, þar sem áin rann yfir
stíflugarðinn.
Það var að birta upp veðrið, og það var að létta til svo
að sást marka fyrir þyngri skýjunum og dökkum jöðr-
um hæðadraganna. Húsið til vinstri við hann sýndist 1
daufri birtunni myndi vera allmikið fyrir sér; uppyf11'
j)að gnæfðu noklcrir múrtindar og turnhjálmar; boga-
dreginn kór með bænliúsi, með kögur af bogastoðum, skag-
aði djarflega fram úr aðalbol bússins; og dyrnar lág11
í skjóli undir djúpum forsal með böggnum myndum, en
356 JÖRD