Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 96
sem fært væri á bíl. Vegna kunnugleika míns við Skaft-
fellinga, fvrr og síðar, og á sýslu þeirra og vegna kunn-
ingsskapar míns við Eipar Jónsson og frú Önnu, var ég
beðinn um að vera fvlgdarmaður þeirra og kona mín var
einnig með í förinni.
A.R SVO LAGT UPP frá Reykjavík þriðjudaginn 19.
* Ágúst og ákveðið að halda alla leið að Kirkjubæj-
arklaustri á Síðu fyrsta dagirtn — en það er 300 km. leið.
Var farið í áætlunarbil Jóns Björnssonar frá Svínadal í
Skaptártungu og reyndist bíllinn traustur og bílstjórinn
öruggur, svo ekki þurfti að neinu að finna.
Austast á Skógasandi, steinsnar frá Jökulsá, en vest-
an við hana, rennur blátær bergvatnslækur. IJann mynd-
ar talunörk milli Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells-
sýslu, en ekki hinn skollitaði Fúlilækur. Við þennan læk
læt ég frásögnina um ferð þessa byrja.
Veður var hið ákjósanlegasla og útsýn góð til skrið-
jökulsins, sem Jökulsá kemur frá, en hájökullinn var hul-
inn þoku. Loðmundcirsæti Iieitir þar fell eitt lítið, kennt
við landnámsmanninn. Austan við Jökulsá tekur við Sól-
heimccsandurinn, svartur og gróðurlítill, en fyrir ofan Sól-
heimabæina eru græn og gróin heiðalönd. Austan við
Sólbeimasand gengur Sólheimanes fram á sandinn. Eru
þar fornir liellar, gerðir af manna liöndum. En ekki var
tími til að líta á þá nánar.
Pétursey er einstæðingsfjall á sléttlendi; eru þar fagr-
ar hlíðar og brikalegir hamrar; skyldi Eyin skoðuð u
heimleið. Þaðan í nánd sést til Dyrhólaeyjar. Er farið
var yfir Steigarhálsinn var fjallasýn góð, og er þaðan til-
komumikið að sjá til Heiðardals og Hnitbjarga í austri
og Reynisfjalls og Dyrhólaeyjar í suðri og hið grösuga
engi þar á milli. Þar heilsa manni fyrst hindr alkunnu
Reynisdrangar. Vegir eru þarna allgóðir, niður háskaleg
gil og upp yfir hratta hálsa, t. d. við Götur og við Graf-
argil, áður en komið er til Víkur.
Lagt hafði verið af stað frá Reykjavík kl. 8 um inorg-
398 JönD