Jörð - 01.10.1941, Blaðsíða 118
lúti einu og sama lögmáli, þá er þó víst, að tónlistin hefir
sérstöðu meðal listanna. Skáldskapur og myndlist liafa að
jafnaði það hlutverk, að lýsa jarðneskum, liimneskum eða
mannlegum og guðdómlegum lilutum, en tónlistin — hin
hreina tónlist — lýsir engu, engu öðru en sjálfri sér. Ilún
er því að þessu leyli sjálfstæð, ójarðbundin og svífandi, og
hefir víst þessvegna hlotið heiðurssessinn meðal listanna
og verður kölluð æðst allra lista. Það breytir engu um þetla,
að til er svokölluð „prógrammmúsik“ eða „hermitónlist“,
eins og hún nefnist á islenzku. Það er hægt að nota tón-
ana í samhandi við skáldskap, dans eða jafnvel aðrar listir,
og má í því sambandi henda á óperurnar, sönglög við texla
o.fl. En til eru tónskáld, sem nota tónlistina eina saman,
tii þess að l>’sa atburðum úr mannlífinu eða náttúruham-
förum o. fl. Eg sagði, að þeir notuðu tónlistin eina saman
til þessa. En þetta er þó ekki alveg rétt, því efnisskrá,
og hún allítarleg, þarf að fylgja þessum verkum, ef um
nokkurn skilning á að vera að ræða. Án „prógrammsins“,
sem vanalega er látið fj’lgja með prentað, þegar verkin
eru flutt, nær músikkin ekki lilgangi sínum, þvi hún er
hér aðeins til þess að koma ímyndunarafli hlustendanna
a hreyfingu, til þess að láta þá, með hjálp tónlistarinnar,
sjá í anda það, sem tónskáklið vill lýsa. Enda þótt slík verk
séu oft gerð af hinni mestu snilld, þá eru þó þeir menn
til, sem finnst, að það sé verið að draga tónlistina niður a
við, þegar hún er þannig notuð. Hún sé með því gerð að
ambátt, sem annars sé í eðli sínu drottning.
Eins og eg drap á áðan, má útskýra tónverkin nákvæm-
lega frá formsins hlið. Hina minnstu liugsun tónskáldsins
má skýra frá tónfræðilegu sjónarmiði, tónhilin, hljóðfall-
ið, hljómana og búninginn allan o. fl. En þá kemur aftur
spurningin: „Hvað mcinar tónskáldið með öllu þessu.
Svar: „Ekkert og allt.“ Setjum svo, að tónskáldið verði
innblásið á þann hátt, að þvi detti allt í einu í hug dálítil
tónaröð, sem menn ncfna stef eða tema, ef hún er gerð a®
uppistöðu tónverks. Máske verður stórt verk úr þessari
hugsun, máske lítið lag, máske ekki neitt. Hún kom eins
420 Jörp