Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 6
2
H. Hoffmeyer:
Prestafélagsritið.
order“, „trú og kirkjustjórn En raunar átti ekki að tákna
þetta með orðinu »faith«, sem táknar persónulega trú, trúar-
tilfinningu, trúarsannfæringu, enda var þetta tekið fram á
fundinum í Genf, heldur með orðinu »creed«, trúarjátning.
Það er að vísu langt frá því, að enska biskupakirkjan sé fjöl-
mennari en öll ^öttnur kirkjufélög, en það er eins og sagan hafi
vísað henni til sætis á milli katólsku kirkjunnar og mótmæl-
endakirkjunnar, og fórusta hennar bæði í brezka ríkinu og í
Vesturheimi hefir unnið henni svo mikið álit, að hún er sem
sjálfkjörin til forgöngu, þegar ræða er um sameiningu, er nái
til allra kirkjufélaga.
Eg skal ekki orðlengja hvorki um hina röggsamlegu undir-
búningsstarfsemi, né stöðvun hennar í heimsstyrjöldinni, né
um það, er hún var tekin upp aftur að stríðinu loknu. Það
nægir að geta þess, að þegar Genf-þingið hófst með nálægt
120 þátttakendum, þá voru þar mættir fulltrúar frá öllum
kristnum kirkjufélögum heimsins, sem nokkuð kveður að,
meira að segja frá fornkatólsku rómversku kirkjunni og grísk-
katólsku kirkjunni. Páfakirkjan ein dró sig í hlé.
En hvers vegna gerði hún það?
Páfakirkj^n ’ vi)l þó einmitt vera hin »katólska«, þ. e. »al-
ménna« kirkja, hún vill safna öllum kristnum mönnum. Þetta
vill hún, en það á að verða með þeim hætti, að aðrar kirkju-
deildir gangi henni á hönd; sameining kirkjufélaganna getur,
eftir hennar skoðun, ekki komist á, nema þau beygi sig í
auðmýkt og hlýðni undir vald páfans.
Én gagnstæð þessum skilningi á kirkjulegri einingu er ger-
völl hin nýja kirkjusameiningarstarfsemi í nútíðar anda. Það
er viðurkent, að allar kirkjudeildir hafi rétt til að vera það,
sem þær eru. Þegar Guðs andi býr í þeim, þegar þær vinna
Guðs verk, þegar þær hafa í verkinu sannað tilverurétt sinn,
þá eru þær allar jafnréttháar í hinni kirkjulegu heild, hvort
sem þær hafa unnið mikið fylgi eða lítið. Páfakirkjan á ekki
meiri rétt á sér en Kvekarasöfnuðurinn. Guð hefir notað
bæði sem verkfæri, og með því er þá sjálfgefið jafnstæði
þeirra.