Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 165
Prestaféiagsritið. Erlendar bækur. 161
hinn heilbrigða, samraemilega trúarþroska. — Bókin endar með lofgerð-
arsálmi til Krists.
Bók þessi er skrifuð af fjöri og hita og vekur til umhugsunar, þótt
flestum, er hana lesa, muni finnast hún öfgakend og höfundur æði ósann-
gjarn f ýmsum af dómum sínum.
„DET QAMLE TESTAMENTES PROFETER. II. SAMUEL OG
ELIA“. Af professor Karl Vold. — Lutherstiftelsens forlag. — Kristiania
1922. — 50 bls. —
Þetta litla rit er liður í stærri heild, er segja á frá spámönnum gamla
testamentisins. Er hér sagt frá spámönnunum Samúel og Elía, saga þeirra
rakin, starfsemi þeirra lýst og brugðið upp lítilli mynd af samtíð þeirra.
Alþýðlega skrifað, skýrt og skipulega. S. P. S.
„I HERRENS HAGE. PROFETEN ]ESAJA OG SAMTIDI". Av
Hákon Wergeland. — Kristiania. Olaf Norlis Forlag 1921.
Bók þessi, á 132 bls. 8vo, er í 23 köflum, uppbyggilegs efnis. Er að-
alefnið hugleiðingar um Jesaja spámann og samtíð hans, einkum í Júdeu
og Jerúsalem, með sífeldum samanburði Jasajasar tímans og síðari tíma,
sérstaklega heimsstyrjaldartímans og upp úr honum nú í Norðurálfu, að
því er snertir trúar- og siðferðislíf og borgaralegt og „pólitískt“ ástand,
og þykir þar vera næsta líkt ákomið með tíma og mönnum þá og nú. Er
margt úr Jesaja-sögunni vel heimfært til síðari sögu, einkum þó sögu
síðustu og verstu tíma í Evrópu, og einatt komist hnittilega og napurlega
að orði um ýmsan óguðleik og rangsleitni bœði fortíðar og nútíðar, sem
þar ræðir um. Bókin er skýrt og vel samin og betur en læsileg. Mun
hún sér í lagi ætluð til athugunar öllum svonefndum „æðri“ stéttum,
ráðandi og leiðandi mönnum.
Þá skal stuttlega drepið á einkennilega bók sem heitir: „SAALEDES
TALTE KARLIMA RANI“. Av Sri Ananda Acharya. — 232 bls. í 18
köflum, sínum á hvern 18 daga, f marz og apríl árið 1919. — Olaf Norlis
Forlag. Kristiania 1921. — Efni hennar er einskonar fræðsluerindi um
„endurreisn mannkyns-idealsins" og ný skýring á lögum lífsins og sam-
bandi þeirra við áður óþekta hlið náttúrunnar, sem nefnd er: „Person-
Natur" etc.“, flutt af Karlima Rani. Er sú ókunna kona nefnd „forstöðu-
kona Kristoklaustra undir Kailasafjalli ofan við Mansarowar-vafnið í
Himalaja". — En einkennilegust og merkust er bók þessi sökum þess,
að lærisveinninn, sem þessi fræðsluerindi eru flutt fyrir, er sagður að
vera — íslenzk kona, „Hallgerður Hallgrímsdóttir, sannleiksleitandi sál
frá ísafirði á íslandi". Er hún sögð hafa háð óskaplegt sálar- og trúar-
stríð á heimsstyrjaldarárunum, og farið þá, að styrjöldinni lokinni, til
Indlands „til þess að finna frið og sannleik — Yoga“. — Á hún að
11