Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 25
Prestafélagsritið. Qjöf sænsku kirkjunnar. 21
*
Samskotin sjálf fóru fram á ýmsan hátt. Var sumstaðar við-
höfð einskonar húsvitjun með gjafabók eða gjafalista; enn-
fremur voru viðhöfð almenn samskot, bæði við guðsþjónustur
og aðrar samkomur, t. d. við fyrirlestra þá, sem haldnir voru
á minningarhátíðinni sjálfri. Auk þess var auðvitað hverjum
heimilt að senda gjafir sínar, stórar eða smáar, til þeirra, sem
móttöku veittu.
Gjafir þær, sem inn komu, skiftust í tvo flokka, þar sem
hverjum gefanda var heimilt að ákveða, hvort gjöf hans skyldi
renna til ákveðinnar stofnunar eða ekki. Um meiri hluta fjár-
ins var þannig ákveðið fyrir fram, hvernig verja skyldi.
1 fyrstu var til þess ætlast, að samskotunum yrði lokið 31.
okt. 1917. En sú ákvörðun mætti ýmsum hindrunum, sem
ekki varð fram hjá komist, og var því tíminn framlengdur til
ársloka 1917.
Við hátíðaguðsþjónusturnar í dómkirkjunum á sjálfan afmælis-
daginn var kunngerður árangur samskotanna, að svo miklu
leyti, sem þá var kunnugt um.
I Uppsaladómkirkju lýsti erkibiskupinn þá yfir því, að af-
mælisgjöfin væri þá orðin samtals yfir 3 miljónir kr., og vakti
það bæði undrun og aðdáun hins fjölmenna safnaðar.
Næstu mánuðina bárust gjafirnar stöðugt hvaðanæva, og að
samskotunum loknum námu þau samtals, ásamt vöxtum, rúm-
um fjórum miljónum og 260 þús. kr. Þar af voru fullar 3
miljónir gefnar til ákveðinna stofnana. Hæst á listanum var
Uppsala erkistifti.
Frá óþektum gefanda í söfnuði einum í Váxiöstifti kom
einkennileg gjöf. Var það fingurgull ómerkt, sem seinna var
keypt af yfirstjórn samskotanna. Lét hún letra á hringinn
orðin: »Reformationens jubileumsgáva ár 1917«, og er hann
síðan geymdur til minja í silfurklefanum í dómkirkjunni í
Uppsölum. Enginn veit hver gefandinn er, og hans ástæður
eru óþektar. En ósjálfrátt bendir gjöf þessi á, að fleiri muni
þeir verið hafa, sem gefið hafi af fátækt sinni, því örlæti og
hjálpfýsi fara sjaldan eftir efnum og ástæðum. Hinn glæsilegi
árangur er líka ótvírætt merki um mjög almenna þátttöku.