Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 89
Prestafélagsritið.
Frumkristni þjóðar vorrar.
85
hafi gert sér far um að boða heiðnum mönnum trú sína.
Hitt er aftur á móti tekið fram um suma þeirra, að þeir hafi
ekki viljað eiga nein mök við heiðna menn og ekkert af
þeim þiggja. Að vísu á þetta að skiljast sem vottur áhuga og
trúaralvöru. En það sýnir jafnframt, hve það hefir verið fjarri
huga þeirra að gera nokkuð til þess að útbreiða trú sína eða
að hafa bein kristileg áhrif á heiðna menn. Þó er ekki með
því fyrir það girt, að trúarlíf þeirra hafi haft áhrif á aðra og
einhverjir hneigst til kristinnar trúar við að kynnast lífi og
háttum þeirra og guðsdýrkunarsiðum. Svo hefði t. a. m. getað
staðið á kristindómi Gróu hinnar kristnu Geirleifsdóttur, föð-
ursystur Gests spaka Oddleifssonar, því að sennilega hefir
hún tekið kristni hér á landi. Og hvernig hefir staðið á'krist-
indómi Þorleifs hins kristna í Krossavík, vitum vér ekki
heldur. Hann hefir getað verið að þakka áhrifum kristinna
manna hérlendra, en hitt þó ekki síður hugsanlegt, að hann
hafi tekið trú erlendis. En að trúin hefir verið honum alvöru-
mál, er hafði áhrif á breytnina, sýnir fagurlega framkoma
hans við sendimenn Brodd-Helga, er hann stefndi Þorleifi
um hoftollinn, sem hann hafði neitað að greiða sem kristinn
maður.
Þegar Landnáma segir um niðja hinna kristnu landnáms-
manna, að kristin trú feðranna hafi óvíða gengið í ættir, þá
er þann vitnisburð sízt að vefengja. Þetta var að sumu leyti
ekki nema eðlilegur hlutur. Kristnir menn hér voru aðeins
örlítill flokkur dreifður víðsvegar um land. Þar var ekkert
sameiginlegt kristnihald, engin safnaðarmyndun, engar kirkjur
nema þessi sem Orlygur lét reisa á Esjubergi (og ef til vill
önnur í Kirkjubæ), sem þó er óvíst mjög hve lengi hefir
staðið, þar sem engir voru prestar til að annast tíðalestur.
Þau börn hinna kristnu landnámsmanna, sem fæddust úti hér,
hafa því alist upp — ef til vill óskírð — án allra kristilegra
og kirkjulegra áhrifa, en með heiðindóminn alt í kringum sig.
Hvernig gat öðruvísi farið en að kristnin að miklu leyti
kulnaði út undir svona kringumstæðum ? En hér við bættust
svo áhrif frá heiðnum mönnum, sem þeir bjuggu saman við