Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 144
140
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritiö~
reyni að minsta kosti að sjá um, að þeir, sem kynna sér
þessi efni, haldi fast við trúna á guðdóm Krists, en félagið er
ekki enn komið á það stig, að mínum dómi, að þér getið
beðið biskupa að vera verndara þess«.
Hinn 22. maí hélt félagið mikinn fund í Queen’s Hall —
Dísarhöll — í London. Var presturinn G. Vale Owen, sem
nú er orðin heimskunnur fyrir bækur sínar, ritaðar ósjálfrátt,
þar aðalræðumaðurinn. 150 manna söngflokkur söng þar
frægan sálm um leið og forseti leiddi ræðumanninn inn í
hinn stóra og fagra fundarsal. En áður en presturinn hóf er-
indi sitt, gerði forsetinn grein fyrir tilgangi félagsins og kvað
það stofnsett til þess að fá sálarrannsóknirnar, og alt er þær
í sér fela, að liðsauka í þjónustu Krists og kristindómsins.
í þeirri ræðu sinni gerði hann grein fyrir hvílík feikn af nýj-
um sönnunum fyrir gildi kristindómsins fengjust fyrir þessar
rannsóknir; þær vörpuðu nýju Ijósi yfir uppruna kristindóms-
ins og margt í nýja testamentinu. Vildi því félagið reyna að
sýna fram á, hve illa ætti við, að kristnir menn sýndu fjand-
skap rannsóknum á þeim öflum, sem kristindómurinn sjálfur
væri grundvallaður á. Til þess að sýna glögglega einkenni
félagsins, væri þess krafist af félagsmönnum, að þeir lýstu
yfir því, að þeir tryðu á guðdóm Krists, því að það myndi
sameiginlegt trúaratriði allra þeirra, er nefna sig kristna. En
fyrir því væri félagið fúst til að vera í samvinnu við öll önn-
ur sálarrannsóknafélög, þó að þau gætu eigi fallist á þessa
meginkenning kristindómsins, því að umburðarleysi og spíri-
tismi gætu ekki farið saman. A þessum fundi skýrði og for-
setinn frá svörum biskupanna og kvaðst eigi hafa getað óskað
sér þeirra betri.
Fundurinn þótti afarmerkilegur, og má vafalaust telja hann
stórviðburð í sögu spíritismans.
Á ársþingi sínu í maímánuði fjallaði og skozka kirkjan um
þetta sama mál. Hafði hún kosið sérstaka nefnd til að rann-
saka spíritistisku fyrirbrigðin fyrir tveim árum, og var nefnd-
arálitið nú lagt fyrir kirkjuþingið. Var það rætt þar með
mestu gætni og af stillingu.