Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 157
Prestafélagsrit«Ö.
Erlendar bækur.
153
Dr. Krarup er einn af mikilhæfustu guðfræðingum Dana og sá, er
flestum mun þykja frumlegastur. Hefir hann ritað margf og merkilegt, en
fáar eða engar bækur hans munu hafa vakið meiri eftirtekt en trúfræði
hans, er fyrst kom út 1915, en í annari útgáfu þegar 1917. Nefnir hann
þá bók: „Livsforstaaelse. Kristelig Troserkendelse. Fremstillet i Sammen-
hæng“, en forðast nafnið trúfræði eða „dogmatik", sem vanalegast hafa
verið notuð á síðari árum. I þessu felst stefna ritsins. Með því vill höf-
undur þegar með nafninu gefa í skyn, að hann ætli sér ekki að halda
fram þeirri skoðun, að kristindómurinn sé kenning. Kristindómurinn sé
líf. Trúarþekkingin sé meðal til þess að skilja sjálfan sig, sitt eigið líf og
lífið umhverfis sig. Með því að forðast gömlu nöfnin, vil! höfundur láta
skína í gegn þegar frá byrjun, að bókin sé tilraun til að hjálpa mönnum
til að mynda sér lífsskoðun, kristilega lífsskoðun, lífsskoðun, er bygð sé
á grundvelli kristilegrar trúarþekkingar.
í sama anda og „Livforstaaelse" dr. Krarups er siðfræði hans „Livs-
förelse" rituð. Er þar margt skarplega athugað og ágætlega sagt og á
erindi til vorra tíma, einnig til vor Islendinga. Munu menn sannfærast um
það við að lesa hið stutta sýnishorn af skoðunum og rithætti dr. Krarups,
sem birtist í þýðingu hér í ritinu á bls. 98 nn. og þar er nefnt: „Kirkjan
og frjálsar skoðanir um trú og siðgæði".
Siðfræði dr. Krarups er ekki skrifuð sem kenslubók. Aftur á móti er
önnur nýútkomin dönsk siðfræði samin í þeim tilgangi. Hún heifir:
„Kristelig Etik“ og er eftir prófessor Chr. Glarbo, sem dó 1920, aðeins
hálffimtugur að aldri. Er bókin gefin út 1921 eftir lát höfundar og hefir
prófessor J. P. Bang séð um útgáfuna.
„ DET DANSKE MISSIONSSELSKAB GENNEM HUNDREDE AAR.
Tilbageblik og Tak ved Hundredaarsfesten d. 17. Juni 1921“. Af Henry
Ussing Stiftsprovst. — G. E C. Gads Forlag. — Köbenhavn 1921. —
24 bls. —
„D. M. S. En Hilsen og Tak til Guds Menighed i Danmark i Anled-
ning af Hundrede-Aars-Jubilæet 17. Juni 1921“. — Köbenhavn. I Hoved-
kommission hos O. Lohse. 1921 — 88 bls. í stórú broti. Skrautútgáfa
með myndum.
Bæði þessi rit lýsa starfi „Danska trúboðsfélagsins" um 100 ár og
segja sögu þess í aðaldráttum. Er ánægjulegt og lærdómsríkt fyrir oss að
lesa um þessa kristniboðsstarfsemi bræðraþjóðar vorrar, sem flestir Islend-
ingar hafa haft svo lítinn skilning á. Þó er Islendings eins getið í síðar-
nefnda ritinu, Björns prófasts Halldórssonar í Garði í Kelduhverfi. Hefir
hann 1834 sent félaginu 70 ríkisbankadali í seðlum, 26 dali frá sjálfum
sér og 44 dali frá söfnuði sínum. Þess er einnig getið, að séra Björn
hafi hvatt prestana í prófastdæmi sínu til að senda félaginu gjafir. Þessi