Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 15
Prestafélagsritið. Séra Páll Björnsson í Selárdal. 11
<Erlend Eyjólfsson), er talinn var »kennari« ]óns Leifssonar.
Síðar veiktust tveir uppkomnir synir séra Páls, og fyrir það
var brendur á alþingi 1675 sjötugur maður (Lassi Diðriks-
son), þótt hann játaði engu á sig, og mæltist sú brenna illa
fyrir. En sonum séra Páls batnaði ekki, og vesluðust þeir
báðir upp úr veikindum þessum mörgum árum síðar. Sama
árið (1675) var enn brendur heima í héraði maður nokkur
(Magnús Björnsson), sakaður um veikindi Helgu í Selárdal,
og 3 árum síðar (1678) enn 2 feðgin (móðir og sonur) fyrir
sömu sakir. Höfðu þá alls verið brendir 6 menn á 9 árum
(1669—1678) vegna veikindanna í Selárdal, og 7. maðurinn,
sem brendur var 1683, má óbeinlínis skrifast á reikning séra
Páls, eða Selárdalsheimilisins að minsta kosti, því að hann
var sakaður um að hafa valdið veikindum á börnum Helgu
dóttur séra Páls, er gift var séra Sigurði prófasti í Holti í
Onundarfirði.
Séra Páll átti jafnan örugt athvarf hjá Þorleifi lögmanni
með kærur sínar gegn galdramönnum, og hafa þeir að lík-
indum verið alúðarvinir. En þá er Þorleifur lét af lögmanns-
dæmi 1679, þá var jafnframt lokið hinni ofstækisfullu hlut-
töku séra Páls í málum þessum, enda var þá ekki lengur
'trausts að leita hjá Þorleifi, og svo breyttist allmjög hugsun-
arháttur almennings í þessum efnum, jafnskjótt sem Þorleifur
lagði niður völdin, sem sýnir, að það var hann fyrst og fremst,
«em var aðalfrömuður galdramanna-ofsóknanna og galdrahræðsl-
unnar, með grimd sinni og bálförum. Selárdalsófögnuðurinn
og séra Páll hefðu ekki hrundið svo mörgum mönnum á bálið,
ef Þorleifur lögmaður hefði ekki blásið svo að kolunum, sem
hann gerði. Og sennilegt þykir mér, að séra Páll hafi, þá er
irá leið, komizt að raun um, að almenningur hafi furðað sig
dálítið á framkomu hans sem kennimanns í þessum málum,
talið hana ekki sem samboðnasta jafnlærðum og mætum
manni. Og það ætla eg, að vitnisburðir þeir, er séra Páll lét
taka vestra af lærðum og leikum um hegðun sína og prest-
skap og lesa upp á alþingi 1690, hafi verið fengnir og birtir
á alþingi þjóðarinnar, til að firra hann ámæli fyrir afskifti