Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 79
Prestafélagsritið.
Um starfrækslu kirkjugarða.
75
sýna lofsverðan áhuga á að hirða vel um sína reiti og skrýða
þá blómum. En allir verða að læra þetta, og varast að skemma
fyrir þeim er vel gera, eða þverskallast í að fara eftir settum
reglum í hreinlæti og umgengni. — Allir verða að læra að
skilja, að kirkjugarðarnir eru friðhelgir staðir, þar sem ríkja á
fegurð og ró.
FÁGÆT BISKUPSVÍGSLA.
í »Norsk Teologisk Tidsskrift« þ. á. er einn kaflinn um
»kirkju og kristindóm« í Svíþjóð árin 1920 og 1921 eftir
Emil Berglund. Er þess þar, meðal annars, getið að tveir
sænskir biskupar hafi látist árið 1920, Nils Lövgren í Váster-
ás, og Gezelius von Schéele í Visby, báðir mjög merkir
menn. Síðan er frá því skýrt að eftirmaður biskups Lövgren
sé prófessor Einar Billing, en eftirmaðuí biskups von Schéele
Viktor Rundgren frá Gautaborg. Báðir þessir nýkjörnu bisk-
upar voru vígðir samtímis í dómkirkjunni í Uppsölum 19.
sept. 1920. Það var nú í sjálfu sér hátíðlegt, að tveir biskup-
ar voru vígðir þarna samtímis, en tvent annað bar einnig til,
að vígsla þessi þótti fágæt og minnisstæð. — Það var talið
nálega einsdæmi, að föður, sem sjálfur var biskup, skyldi
auðnast að lýsa blessun yfir syni sínum með handa-áleggingu,
þegar hann vígðist til hins sama embættis, eins og hér átti
sér stað. Gottfrid Billing, biskup í Lundi, var sem sé einn af
aðstoðarmönnum erkibiskupsins við vígsluna, þá nálega átt-
ræður, en mátti heita eins ern og ungur væri. En hitt var
fullkomin nýlunda, að tveir enskir biskupar tóku þátt í at-
höfninni, og að grískur kirkjuhöfðingi (patríark) átti sæti í
kórnum, meðan vígslan fór fram, þótt ekki væri hann þar
aðstoðarmaður í venjulegri merkingu.