Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 86
82
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
í óvígðri mold, því í óvígðri mold var hún, eftir skoðun þeirra
tíma, fyrir utan draglengd guðlegrar miskunnar. En þar sem
enginn var vígður reitur, hefir hún kosið hitt fremur að hvíla
í flæðarmáli, því að þá var hún þó að minsta kosti í vatni,
er hásjávað var, og um leið í námunda við miskunn Guðs.
(Sbr. Paasche í Norvegia sacra 1921, bls. 18 n.). Enn var
dóttir Ketils flatnefs Jórunn mannvitsbrekka. Hún bjó á Suður-
eyjum, en mun ekki hafa komið til Islands. En son átti hún, er
Ketill hét og var auknefndur „fíflskiHann fór út til Islands
og settist að á Síðunni, þar sem hét í Kirkjubæ. Sennilega
hefir Ketill sjálfur gefið bústað sínum það nafn, annaðhvort af
því, að hann hefir fundið þar kirkjutóttir, frá því er' Papar
voru þar, eða af því að hann hefir sjálfur reist þar kirkju,
þótt þess sé hvergi getið. Auknefnið »hinn fíflski« fékk Ketill,
af því að hann svo sem kristinn maður vildi engin mök eiga
við heiðna menn. Niðjar Ketils héldu fast við kristna trú.
Ólafs saga Tryggvasonar nefnir enda þrjá niðja hans, hvern
fram af öðrum, er bjuggu í Kirkjubæ og voru ailir kristnir.
Það var þá og beinlínis trú manna, að í Kirkjubæ mættu ekki
heiðnir menn búa. Því fór sem fór, þegar Hildir, heiðinn
maður, vildi setjast þar að eftir dauða Ketils; hann hneig
örendur til jarðar, er hann kom að túngarðinum.
Af ætt Ketils flatnefs var og Orlygur firappsson, því að
Hrappur var bróðir Ketils. Eftir því sem Landnáma segir, þá
hafði hann alist upp á Suðureyjum með Patreki biskupi helga,
(sem er alt annar maður en Patrek helgi Ira-postuli). Studdi
Patrekur hann til ferðarinnar, fékk honum kirkjuvið og bað
hann hafa með sér, ennfremur »plenarium«, þ. e. bók sem
inniheldur alla pistla og guðspjöll kirkjuársins, járnklukku, og
vígða mold til þess að leggja undir hornstafi og hafa fyrir
vígslu kirkjuhússins. Lýsti biskup fyrir honum landsýn, þar
sem hann skyldi land nema: þar sem hann sæi fjöll tvö af
hafi og dal í fjöllunum báðum, þar skyldi hann taka sér bústað
undir hinu syðra fjallinu, gera þar kirkju og eigna hinum
helga Kólumba. Svo sem kunnugt er tóku þeir land á Vest-
fjörðum, þar sem síðar nefndist Patreksfjörður. En hið næsta